12 júní 2004

Gat ekki staðist mátið



Gat náttúrulega ekki staðist mátið og fór á vigtina, fannst ég vera eitthvað minna þembd og svona svo steig á vigtina í morgun. Mér til mikillar ánægju þá var ég 92.2 og því rúm 11 kg farin. En ég held mig við cm metramælinguna og ætla ekkert að mæla þá fyrr en um mánaðamót. Prófaði frosnu vínberin hennar Bryndísar og ég þarf sko að passa mig á þeim. Það er sko alveg rétt hjá Bryndísi að maður verðu svo hrikalega húkkt á þeim. Borðaði samt ekkert meira en ég mátti. En þau voru rosalega góð jamm jamm. Búið að vera svakalega mikið að gera hjá mér í dag og því klukkan farin að ganga eitt núna er ég rita þetta. Er búin að vera dunda við að gera allt klárt fyrir sumarbörnin mín og nú er það loksins búið enda eru þau væntanleg á sunnudaginn. Ætla sko í höfuðstaðinn á morgun og fjárfesta í uppþvottavél því vegna snögglegar fjölgunar í fjölskyldunni mun uppvaskið aukast um helming, og ég nenni sko ekki að eyða sumrinu í að vaska upp það er á hreinu. Vil frekar vera úti með börnunum að leika, er soddan krakki sjálf hehe. Jæja dugir ekki þarf að fara að koma mér í ból, góða nótt dúllurnar mínar og haldið áfram að vera svona duglegar ;)

10 júní 2004

Jaahú og pirr



Hæ allar sætu átaksskvísur. Jæja bara búið að vera fínt í dag, ég er svo hamingjusöm enda á ég falleg börn, góðan karl og æðislegan bloggstuðningshóp :oþ. Búin að taka þá ákvörðun í sumar að vigta mig bara tvisvar í mánuði kannski jafnvel bara einu sinni, eins og ég sagði um daginn þá ætla ég að reyna að koma fleiru að í lífi mínu heldur en bara átakinu, verður bara að viðurkennast að það hefur tekið meginn þorra lífs míns síðastliðinn 1 og 1/2 mánuð. Kannski allt gott með það en nú er ég komin í góða rútínu og þá ætti ég ekki að þurfa svona strangt aðhald eins og að vigta sig og mæla einu sinni í viku.

Brjálæðislega gott veður búið að vera síðustu daga og á víst að vera líka á morgun. Ég ætlaði að vera rýja skjáturnar mínar í dag og taka vel á því en þá var kona búin að boða sig í heimsókn hér þannig að allt fór úr skorðum. Svo varð stelpan veik þannig að ég þurfti að fara með hana til læknis á milli húsverka út af heimsókninni. Konan afboðaði sig svo klukkutíma fyrir áætlaðan komutíma. Pirrr og ég búin að eyðileggja góðaveðrið með því að vera inni. Jæja en það kemur víst dagur eftir þennan dag, ætla sko að skikka karlinn til að vera inni á morgun með stelpuna svo ég komist nú út til skjátanna minna sem eru að drepast úr hita í þykku ullinni sinni. Jæja ætli ég láti þetta ekki gott heita að sinni best að huga að litla flensukjúklinginum mínum :)

09 júní 2004

Jæja jæja



Jæja það rættist heldur betur úr deginum hjá mér. Ég hef verið dugleg í vatninu í dag og passað mig vel og vandlega. Búin að fara í gönguferð og tók sko vel á því þó svo ég væri með barnavagninn með mér. Svo rúði ég eina rollu og það tók sko á púff, held bara að ég hafi svitnað þá öllu vatninu sem ég var búin að drekka. Þannig ég er nokkuð bjartsýnari en ég var í morgun. Var samt að spá þetta með cm mælingarnar hjá mér að hafa þær með tveggja vikna milli bili frekar en viku millibili, þá verð ég líka ánægðari með árangurinn. Annars er alltaf að bætast í hópinn og við orðnar hel. margar en eins og góður maður sagði einhvern tíman more the marrier. Svo velkomnar allar.

Hummm



Jæja gengur ekki nógu vel hjá mér núna. Ég er svo sem ekkert að svindla eða neitt heldur virðist allur vökvi safnast á mig og ég er uppþembd og blásin, trúlega er ég bara með egglos eða eitthvað. Reyni að drekka mikið af vatni og svo ætla ég aðeins út að hreyfa mig á eftir. Lítið verið um almennilega hreyfingu upp á síðkastið vegna anna, er líka farin að sakna kindanna minna þarf að fara að knúsa þær soldið. Þær þrufa orðið enga umönnun því þær eru allar komnar út á tún og eru þar bara í vellystingum (vildi að ég væri rolla). Svindlaði smá í gær, fór heim til mömmu og pabba að ná í kojur fyrir sumarbörnin mín og þá stóðu auðvita þessar glæsilegu kransakökur á borðinu og ég gat ekki annað að látið falla í freisni. Þetta er með því besta sem ég veit það eru kransakökur og ég fékk mér eginlega bara fullt. :( Ekki alveg nógu gott það. Hef ákveðið að hætta sm mælingum alla vega svona ört. Langar að fara kúppla mig soldið frá þessu megrunadóti öllu, ekki það að ég ætla að hætta í megrun, heldur að hætta að vera svona mikið með þetta á heilanum. Vigta mig sjaldnar og mæla mig sjaldnar og þá verður líka gleðin meiri yfir foknum grömmum og cm.

07 júní 2004

Áfram það mjakast



Jæja ég virðist halda áfram að þokast niður á við þó svo ég hafi verið í fermingarveislu í gær og borðað á mig gat. Ég var 92,7 á vigtinni í morgun, en ég er hrædd um að það hafi ekki eins margir sentimetrar farið. Er alveg farin að sjá það þegar ég missi fleiri kíló þá missi ég færri cm og þegar ég missi fleiri cm þá missi ég færri kíló. Af hverju skildi það vera? Annars hef ég ekki verið dugleg að borða lifur og þarf að fara að taka það upp aftur svo skinnið minki nú með. Reyndar finnst mér lifur alveg einstaklega vond en ég fékk um daginn uppskrift af lifararbollum sem eiga að vera skárri. Annars var ég voða monntin í gær því fólk var að hrósa mér fyrir hvað ég væri nú búin að ná miklu af mér og hvað ég lyti nú vel út. Amma mín kom til mín bara næstum grátandi og sagði "mikið rosalega er ég nú stolt af þér Olla mín, þú ert ekkert smá flott og fín" amma alltaf jafn fyndin hún heldur að megrun sé lífið sjálft og velgengi mans í lífinu fari eftir foknum kílóum, við sem erum ofstórar og búnar að berjast við þetta lengi við vitum betur.

06 júní 2004

Gott gott



Jæja þrátt fyrir óstjórnlegt át á föstudaginn þá var ég enga að síður 93,0 á vigtinni í morgun og því farin 10,5 kg. Var í fermingu í dag hjá lilla bro og það var æði ég át á mig gat af hrásalati og kjöti og lét kökurnar alveg vera nema örlítin bút af kransaköku. Umm og þetta var svo gott og hollt allt hjá henni mömmu minni. Mikið um sjávarfang einsog fisk paté og graflax og svo íslenskt heimaslátrað og heimaverkað lambakjöt og svo Bæonskinka og kjúklingabitar (sem ég gerði ofsa gott) og mikið af fersku hrásalati ummmm fæ enn vatn í muninn, skolaði svo öllu niður með vatni, leyfði mér að vísu að fá mér eitt glas af appelsíni en það var ekki meira sem ég leyfði mér. Það fyndnasta við þetta allt var það mér fannst ég ekki vera að neita mér um neitt, heldur þvert á móti fannst ég borða voða vel (enda vigtaði ég ekkert það sem ofaní mig fór) kom svo heim og drakk tvo lítra af vatni svo ég fái nú ekki bjúg af þessu öllu. Allt æðislega gott og ég bara svakalega sátt við mig og með engan móral enda ekkert gert af mér :þ