09 júní 2004

Hummm



Jæja gengur ekki nógu vel hjá mér núna. Ég er svo sem ekkert að svindla eða neitt heldur virðist allur vökvi safnast á mig og ég er uppþembd og blásin, trúlega er ég bara með egglos eða eitthvað. Reyni að drekka mikið af vatni og svo ætla ég aðeins út að hreyfa mig á eftir. Lítið verið um almennilega hreyfingu upp á síðkastið vegna anna, er líka farin að sakna kindanna minna þarf að fara að knúsa þær soldið. Þær þrufa orðið enga umönnun því þær eru allar komnar út á tún og eru þar bara í vellystingum (vildi að ég væri rolla). Svindlaði smá í gær, fór heim til mömmu og pabba að ná í kojur fyrir sumarbörnin mín og þá stóðu auðvita þessar glæsilegu kransakökur á borðinu og ég gat ekki annað að látið falla í freisni. Þetta er með því besta sem ég veit það eru kransakökur og ég fékk mér eginlega bara fullt. :( Ekki alveg nógu gott það. Hef ákveðið að hætta sm mælingum alla vega svona ört. Langar að fara kúppla mig soldið frá þessu megrunadóti öllu, ekki það að ég ætla að hætta í megrun, heldur að hætta að vera svona mikið með þetta á heilanum. Vigta mig sjaldnar og mæla mig sjaldnar og þá verður líka gleðin meiri yfir foknum grömmum og cm.

2 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Þetta gengur nú bara víst vel hjá þér Olla sæta. Þú gerir bara það sem hentar þér best ;)

9. júní 2004 kl. 18:29  
Blogger Ólöf María sagði...

Fresinius Það er uppskrift af honum inn á uppskriftarsíðunni hennar Lilju, afskaplega einfaldur og góður, sérstaklega í svona hita eins og búið er að vera núna.

9. júní 2004 kl. 18:52  

Skrifa ummæli

aftur heim

|