12 september 2004

O MY GOD

Get ekki sagt annað. Ég vissi sko ekkert hvað ég var að fara út í með þessu námi mínu, en guð minn góður, þvílíkt vinnuálag. Ég er aldrei búin fyrr en klukan 4 í skólanum og einn dag er ég búin klukkan hálf sex!!! Það er þvílík keyrsla á náminu að maður þarf sko að vera vel undirbúin ef maður á að ná að fylgja kennaranum eftir í tímum, og heimavinnan, júff. En, en þetta er ólýsanlega skemmtilegt. Því miður hef ég bara ekki tíma fyrir allt og einhvern veginn verður það nú alltaf þannig hjá manni að þegar maður hefur mikið að gera þá mætir líkamsræktin alltaf afgangi. Ég hef nú ekkert verið að standa mig neitt voðalega vel, borðað jafnvel nammi og annað sem manneskja í mínum holdum ætti ekki einu sinni að lýta á hvað þá að setja ofan í sig, en ég hreyfi mig mikið meira en ég er vön því ég labba svo mikið í skólanum því kenslan fer fram í mismunandi húsum út um alla Hvanneyrina. En ég er sko eingan veginn búin að gefast upp og hef nú einn einu sinni sagt vambarpúkanum stríð á hendur og nú verður allt sett í botn. Veit nú reyndar ekki hversu mikið af þeirri baráttu lendir hér á þessari síðu vegn gífurlegs tímaskorts. En vonandi hef ég nú vit á því mín vegna að skrifa og skrá hvað ég set ofan í mig þó svo það verði ekki hér bara krassa það einhvern staðar á blað hjá mér.
En sem sagt þá vitið þið það, ég er ekki dauð og kannski ekki heldur mikið léttari en ég berst áfram sem aldrei fyrr og ég vona að þið bara umberið mig þó svo að það verði kannski æði strjálar færslunar hérna inni. Segi þetta svo gott í bili Smiley Shell