07 júlí 2004

Yessss



Ég var sko 89.0 á vigtinni, vinkonu minni, í morgun. Reyndar hef ég verið soldið lystarlaus því nýtt barn kom í gær, og þá er ég eginlega bara ómöguleg þangað til það er komið inn í rútínuna hérna hjá okkur. Annars var ég líka búin að dreyna hvern dropa af vatni úr líkamanum á mér á sunnudagskvöldið því við hjónin fórum á tónleika Metallica í Egilshöll. Var bara feikna gaman að sjá gömlu goðin sín spila life, en hitinn púff, það leið nærri því yfir okkur Svein og þurftum við því nokkrum sinnum að fara út og jafna okkur, en mikið helvíti var gaman að fá að vera hluti af þessu og syngja sig hásann við Enter Sandman og nothing aels metters og Sanaterium. Lilja veit að maðurinn þinn er grænn af öfund núna, eða var hann kannski meiri Guns'a Roses fan? Jæja alla vega þurfti að bæta upp vökva skortin í gær og fyrra dag og þambaði eins mikið og ég gat, eða eins og maginn þoldi fyrir ógleði. En ég er öll að koma til núna og því fyrst núna í morgun sem ég þorði að stíga á vigtina til að fá raunhæfa tölu. En ég vona að ykkur hinum gangi líka vel, sjáumst síðar.

P.s. mældi mig líka um daginn og allt í allt eru farnir 88 cm, pæliðið í því, það er næstum metri af spiki sem er farið!!!