03 júlí 2004

Það mjakast



Jæja jæja nýr tugur sást á vigtinni í morgun. 89.9 bara gaman að því. Annars er nú lítið að frétta stend mig bara þokkalega að ég held, þamba mitt vatn og græna te og borða minn fráhaldsmat. Ég sá Dagnýu í gær (í Dagbók Dagnýar) og vá hún hefur sko grennst, ég hef þekkt hana frá því við vorum unglingar og held bara að ég hafi aldrei séð hana lýta svona vel út. Merkilegt hvað maður getur breyst bara með því að borða eins og maður, og hætta að nota matinn sem fíkniefni.

01 júlí 2004

Júhú



Yesss var 90,2 í morgun þannig að allt í allt eru farin 13,3 kg síðan 13 apríl, bara nokkuð sátt við það sko. Fékk mér grænt te með sólberjum í apótekinu í gær og hef reynt að halda mig við það enda finnst mér það gott og það er hollara en kaffið. Er reyndar að drepast úr túrverkjum og því bólgin og þrútin en það fylgir bara því að vera kona. Er farin að hlakka til að sjá nían tug á vigtinni og er ég alveg sammála Lilju með það að það er alltaf skemmtilegara að sjá 89,9 en 90 þó svo að það muni nánast engu, svona er maður nú vitlaus hehe. En hafið það gott stelpur sjáumst síðar.

30 júní 2004

Ekki druknuð í mjólkurkexi



Hæ görlís, neibb ég er sko ekki að éta mjólkurkex, bara búið að vera brjálað að gera hjá mér. Búin að standa mig bara þokkalega, en virðist samt ekki ná vigtinni neðar en 90,8 en ég bjóst svo sem við því að ég þyrfti á einhverjum tímapunkti standa í stað. Reyndar var ég að byrja á blæðingum svo ég er útblásinn og uppþembd og full af vökva. Er að fá næsta holl af börnum á morgun þannig að þá má alveg búast við færri póstum, þau verða í 4-5 vikur og svo er ég komin í sumarfrí júhú. En ég er sem sagt bara að standa mig fullkomlega, þamba vatn og allt í gúddí. :)