10 júní 2004

Jaahú og pirr



Hæ allar sætu átaksskvísur. Jæja bara búið að vera fínt í dag, ég er svo hamingjusöm enda á ég falleg börn, góðan karl og æðislegan bloggstuðningshóp :oþ. Búin að taka þá ákvörðun í sumar að vigta mig bara tvisvar í mánuði kannski jafnvel bara einu sinni, eins og ég sagði um daginn þá ætla ég að reyna að koma fleiru að í lífi mínu heldur en bara átakinu, verður bara að viðurkennast að það hefur tekið meginn þorra lífs míns síðastliðinn 1 og 1/2 mánuð. Kannski allt gott með það en nú er ég komin í góða rútínu og þá ætti ég ekki að þurfa svona strangt aðhald eins og að vigta sig og mæla einu sinni í viku.

Brjálæðislega gott veður búið að vera síðustu daga og á víst að vera líka á morgun. Ég ætlaði að vera rýja skjáturnar mínar í dag og taka vel á því en þá var kona búin að boða sig í heimsókn hér þannig að allt fór úr skorðum. Svo varð stelpan veik þannig að ég þurfti að fara með hana til læknis á milli húsverka út af heimsókninni. Konan afboðaði sig svo klukkutíma fyrir áætlaðan komutíma. Pirrr og ég búin að eyðileggja góðaveðrið með því að vera inni. Jæja en það kemur víst dagur eftir þennan dag, ætla sko að skikka karlinn til að vera inni á morgun með stelpuna svo ég komist nú út til skjátanna minna sem eru að drepast úr hita í þykku ullinni sinni. Jæja ætli ég láti þetta ekki gott heita að sinni best að huga að litla flensukjúklinginum mínum :)

2 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Já, þetta er eitthvað sem ég gæti ekki gert, þá myndi ég bara fitna medesamme. Ég verð að hafa hugann við þetta alla daga, annars dett ég alveg úr gírnum. En þetta er bara mín reynsla og hentar að sjálfsögðu ekki öllum. Ekki samt misskilja mig og halda að ekkert annað komist að hjá mér ;) en ég verð allavegana að vera mjög meðvituð um hvað ég læt ofan í mig og dagleg vigtun heldur mér við efnið og minnir mig á.

10. júní 2004 kl. 19:29  
Blogger Hildur sagði...

Mér líst vel á það hjá þér að geyma allavega mælingarnar þar til einu sinni í mánuði. Það sést bara meiri munur og er þar af leiðandi meiri styrkur finnst mér. Það fara ekki margir cm milli vikna en geðveikt margir milli mánaða.
Hvað vigtina varðar þá hef ég stefnt að því að vigta mig á tveggja vikna fresti því hjá mér var vigtunin orðin hálfger árátta, lá við að ég vigtaði mig aftur eftir máltíð. Svo var ég að svekkja mig á 100-300 gr. skekkju milli daga sem er í raun engin eiginleg þyngdaraukning. Ef það hentar þér að vigta þig aðeins einu sinni í mánuði þá er það fínt. Þú finnur auðvita hvað hentar þér best. Alls ekki hætta samt að blogga og kíkja á okkur hinar. Mér þykir svo vænt um að fá commentin frá þér ;o) Eigðu góðan dag og vonandi kemstu eitthvað út.

11. júní 2004 kl. 06:08  

Skrifa ummæli

aftur heim

|