06 júní 2004

Gott gott



Jæja þrátt fyrir óstjórnlegt át á föstudaginn þá var ég enga að síður 93,0 á vigtinni í morgun og því farin 10,5 kg. Var í fermingu í dag hjá lilla bro og það var æði ég át á mig gat af hrásalati og kjöti og lét kökurnar alveg vera nema örlítin bút af kransaköku. Umm og þetta var svo gott og hollt allt hjá henni mömmu minni. Mikið um sjávarfang einsog fisk paté og graflax og svo íslenskt heimaslátrað og heimaverkað lambakjöt og svo Bæonskinka og kjúklingabitar (sem ég gerði ofsa gott) og mikið af fersku hrásalati ummmm fæ enn vatn í muninn, skolaði svo öllu niður með vatni, leyfði mér að vísu að fá mér eitt glas af appelsíni en það var ekki meira sem ég leyfði mér. Það fyndnasta við þetta allt var það mér fannst ég ekki vera að neita mér um neitt, heldur þvert á móti fannst ég borða voða vel (enda vigtaði ég ekkert það sem ofaní mig fór) kom svo heim og drakk tvo lítra af vatni svo ég fái nú ekki bjúg af þessu öllu. Allt æðislega gott og ég bara svakalega sátt við mig og með engan móral enda ekkert gert af mér :þ

2 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Já sko þig :D

6. júní 2004 kl. 23:10  
Blogger Hildur sagði...

Frábært að heyra hvað það gekk vel.

7. júní 2004 kl. 07:16  

Skrifa ummæli

aftur heim

|