05 júní 2004

Hvaða helvítis



Urr ég datt í það í gær alveg kolféll bara. Var í allt gærkvöld að raða upp borðum og dúka þau fyrir ferminguna hjá litla bróður mínum og svo þegar ég kem heim sé að karlinn hafði keypt sér snakk poka. Hann var farinn að sofa og snakkið bara lá þarna og ég byrjaði og át og át og át og svo þegar snakkið var næstum búið þá fór ég fann pitsu sem hafði verið í matinn og át eina sneið af henni arg og nú er ég ekki mjög glöð með sjálfa mig. Eina góða við þetta var að ég skolaði niður næstum 2 litrum af vatni með en veit ekki hvort það bjargar einhverju! Svo þegar ég steig á vigtina í morgun þá var ég náttúrulega eftir allt þetta át 94 helvítis. En jæja ég get svo sem ekki breytt því núna verð bara að passa mig. En þetta þýðir engar kökur og ekkert í fermingunni það er alveg á tæru!

Sé það hjá ykkur hinum að það rok gengur og ég er bara öfundsjúk því ég er hérna að gera þetta á hnefunum núna. Finn fyrir mikilli fíkn og lýður ekki sem best. Verð greinilega að fara að horfa í það hvað ég er að setja ofan í mig sem er að valda þessari fíkn hjá mér. Svo vil ég vera duglegri í að hreyfa mig en nenni ekki að labba með barnavagninn alltaf og það er búið að vera svo mikið að gera hjá karlinum að ég kemst ekki út nema með barnavagnin með mér og þá finnst mér ég ekki vera að fá nóg út úr hreyfingunni. Pirr og arg, en ég verð samt að gera eitthvað til að halda áfram því ég er ekki hálfnuð í brúðarkjólinn og það þýðir ekkert að stoppa núna.

04 júní 2004

FRÁBÆRT



Ætlaði bara að segja ykkur að ég er búin að missa 10.1 kg. Var 93.4 á vigtinni í morgun. Ætla ekki að hafa þetta langt því það er svo gott veður og ég er að hugsa um að hlaupa létt stíg út í það Jíbbý.

03 júní 2004

Bjúgurinn farin



Jæja bjúgurinn og þrotinn á undanhaldi sem betur fer ég hélt að ég væri bara dæmt til þess að vera þrotin for the rest of my life. En hann er sem sagt að byrja hugsa sér til hreyfings, enda var mun skemmtilegra að stíga á vigtina í morgun og sagði hún mér að ég vigtaðist nú 93.7 kílógrömm sem er náttúrulega bara frábært þannig ég á aðeins 200 grömm í -10 kílógrammaflokkinn! Annars er ég að skána og ætla sko að verja megninu á deginum úti á hreyfingu enda er ég komin með ansi mikil fráhvarfseinkenni frá útiverunni. Var að spá stelpur hvort við ættum að stefna á að hittast eitthvað í sumar? Koma saman í grill eða eitthvað. Pælið í því!

02 júní 2004

Mæli mæl



Jæja mældi mig í dag þó svo bjúgurinn sé ekki alveg farinn og þrotinn einnþá til staðar. En hey verð ég þá bara ekki slimmari næst? :Þ

MAGI: 118
RASS: 118
MITTI: 95.5
LÆRI: 65
UPPHANDLEGGUR: 34
VIGT: 94

Þannig að allt í allt eru farnir 6.5 cm og 700 grömm sem er ágætt miðað við að ég sé enn að burðast með of mikin vökva. Plús þá fer líkaminn í svelti þegar maður borðar svona lítið einsog ég hef gert síðustu daga og heldur þá í forðann. Er að skána í munninum og er því farin að borða aðeins meira vona að þetta rjúki af mér þessa vikuna enda ætla ég að reyna að vera svaka dugleg þó svo að litli bróðir minn sé að fara fermast, maður giftir sig bara einu sinni!
Ætla að byrja að fara út í dag enda frábært veður rigning og logn ummm dríf mig út.

01 júní 2004

Smá breytingar



Jæja búin að breyta og bæta smá hjá mér. kannski ég geri það aftur er ekki viss hvort ég er nógu ánægð með þennan bakgrunn en sé til. Jæja best að fara að drífa sig í bólið. Sleeping

Engin vigtun í dag


Jæja ég ákvað að sleppa vigtinni og mælingunni í dag. Enda er ég ennþá öll bjólgin og þrútin þó svo ég sé að taka bólgueyðandi og reyna að drekka fullt af djús og vatni. Þannig ég er bara hér í eymd og volæði. Mest vorkenni ég mér það að geta ekki komist út að labba en vona að ég verði búin að hrista þetta af mér á morgun og geti þá hlaupið út. Reyndar er uppáhalds veðrið mitt núna rigning og blanka logn ohhh mig langar úúúúúttttt.

Fráhaldið mitt gengur samt ansi vel enda ekki margt hægt að borða með bólginn og útsaumaðann munn en það er þó jákvætt í þessu öllu. Annars hef ég það ekkert eins slæmt og ég vil vera láta bara smá að vorkenna sjálfri mér Sickened

31 maí 2004

Kjúklingurinn


Jæja ég er bara búin að vera lasin. Með 40 stiga hita og sýkingu í munninum og hálsinum og alls staðar bara. Þannig að mest hef ég eitt deiginum í dag í rúminu. Passa samt að reyna að drekka mikið svo ég ofþorni ekki en það er nú ekki mikið sem fer ofaní mig af mat enda mjög sárt að borða. Ég er með svo mikin bjúg að ég er eins og ég sé tvöföld og svo er ég öll bólgin og öll úr skorðum gengin. Plús allt þetta þá er ég líka á blæðingum þannig að það gæti bara ekki verið meira að. Þetta þýðir að ég hef ekkert verið að stíga vigtina og ekki verið að mæla mig neitt og efast um að ég geri það á morgun heldur. Það er ekkert að marka þegar maður er uppfullur af bjúg og öll þanin og bólgin.

Er að vona að ég fari að hrista þetta af mér svo ég geti komist út að hreyfa mig. Finn það alveg þegar ég er svona föst inni að ég sakna þess að fara út og hreyfa mig. Orðin algjör íþróttafrík bara hehe. Vona að ykkur hinum gangi samt vel.