12 júní 2004

Gat ekki staðist mátið



Gat náttúrulega ekki staðist mátið og fór á vigtina, fannst ég vera eitthvað minna þembd og svona svo steig á vigtina í morgun. Mér til mikillar ánægju þá var ég 92.2 og því rúm 11 kg farin. En ég held mig við cm metramælinguna og ætla ekkert að mæla þá fyrr en um mánaðamót. Prófaði frosnu vínberin hennar Bryndísar og ég þarf sko að passa mig á þeim. Það er sko alveg rétt hjá Bryndísi að maður verðu svo hrikalega húkkt á þeim. Borðaði samt ekkert meira en ég mátti. En þau voru rosalega góð jamm jamm. Búið að vera svakalega mikið að gera hjá mér í dag og því klukkan farin að ganga eitt núna er ég rita þetta. Er búin að vera dunda við að gera allt klárt fyrir sumarbörnin mín og nú er það loksins búið enda eru þau væntanleg á sunnudaginn. Ætla sko í höfuðstaðinn á morgun og fjárfesta í uppþvottavél því vegna snögglegar fjölgunar í fjölskyldunni mun uppvaskið aukast um helming, og ég nenni sko ekki að eyða sumrinu í að vaska upp það er á hreinu. Vil frekar vera úti með börnunum að leika, er soddan krakki sjálf hehe. Jæja dugir ekki þarf að fara að koma mér í ból, góða nótt dúllurnar mínar og haldið áfram að vera svona duglegar ;)

3 Tjáðu sig:

Blogger Hildur sagði...

Æðislegt, frábært, yndislegt. Þú er alveg að standa þig eins og hetja. Þetta bara gerist ekki betra, 11 kg. Það er heilmikið.
Til hamingju með að vera fá uppþvottavél, draumur flestra húsmæðra :o) og á meðan færðu hreyfingu úti í garði í stað að standa yfir vaskinum.
Gangi þér vel áfram og góða helgi

12. júní 2004 kl. 07:28  
Blogger Lilja sagði...

Vá, til hamingju með þetta hjá þér. 11 kíló eru sko heilmikið :D Ég þori nú engan vegin að prófa svona frosin vínber, enda á ég að forðast ávexti. En kræst hvað ég öfunda þig af uppþvottavélinni. Við áttum slíka áður en við fluttum út en seldum hana áður en við fórum, og ég hef ALDREI séð jafn mikið eftir neinu *grenj*

12. júní 2004 kl. 14:49  
Blogger Flintebakken fjölskyldan sagði...

Vá Olla þú ert alveg laaaaaaang flottust. Búin að losna við 11 kg ! Ótrúlega ertu dugleg og staðföst. Ég er alltaf að passa mig líka að borða lifur og ég er svo heppin að hérna í danmörku er hægt að kaupa æðislega lifrarkæfu tilbúna frá DDV. Jömmí. En ertu búin að prófa lifur í dietkók sósunni ? Ég á uppskriftina ef þig vantar hana. Mér fannst best að borða hana þannig ;-/

P.S ég er Ástfangin af uppþvottavélinni minni. Stundum held ég að ég myndi skipta á henni og eiginmanninum. Eða sko svona næstum því !!!!! hehehe

14. júní 2004 kl. 09:34  

Skrifa ummæli

aftur heim

|