04 september 2004

Ógeðslega mikið að gera, ógeðslega mikið sukk.

Nei kannski ekki alveg rétt að það hafi verið mikið sukk. En það er búið að vera ógeðslega mikið að gera, og ég sé það alveg af hverju fólk fitnar meðan það er í skóla. Ekki fitnar það á skóla tíma en þegar heim kemur lúið og heilinn yfirbrunninn af fróðleik þá verður maður sko svangur. Ég hef nú ekkert verið að svindla en í gærkvöldi þá pantaði ég pizzu fyrir karlinn og krakkana og ég gat nú ekki staðist það og át á mig gat og er að borga fyrir það núna með því að vera illt í maganum. Dreymti svo í alla nótt að ég væri að stíga á vigt og ég vóg 200 kg. Ég ákvað að vera í mötuneytinu og þá tvo daga sem ég hef borðað þar var boðið upp á mikið grænmeti svo þetta verður vonandi allt í lagi. En matardagskráin verður ekki talin upp fyrr en á morgun. Bara svona að láta ykkur vita að ég er á lífi og vigtin er á niður leið :Þ

01 september 2004

Vóv

Byrjaði í skólanum í dag. Úff það var sko labbað, það er svo langt á milli kensluhúsa þarna á Hvanneyri að ég labbaði örugglega svona 6, 7 kílómetra. Annars eru allir í mötuneytinu sem eru þarna og ég sú eina sem er ekki í hádeigismat, skar mig heldur betur út með nestisboxið og gat því auðvita lítið borðað. Veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu, kannski fer ég bara heim í mat, eða kaupi bara hádeigismat. Reyndar virtist grænmeti ekki vera ofarlega á matseðli hjá þessum blessuðu konum sem elduðu þarna. Jæja alla vega hér er matardagskráin í gær.

  • 30 g ristað brauð 25 g ostur, 15 g olivio, vatn og vitamín.
  • 300 g grænmeti, 80 g fiskur í rjómasósu, ristað brauð 30 g, 15 g olivio, vatn.
  • 30 g brauðsenið, 15 g olivio, kaffi með mjólk og 15 g sykurlaus sulta.
  • 1 Banani
  • 300 g grænmeti, 170 g nautahakk, vatn.

Jæja verð að fara að læra, sé ykkur síðar c",)

31 ágúst 2004

Áfram, áfram vaskir menn

Já og konur líka... en það er nú ekki það sem ég vildi sagt hafa. Allt gengur sinn vana gang, féll örlítið í freisni í gær. Var með kartöflumús með matnum og fékk mér smá. Má reyndar borða hundrað grömm af kartöflum á dag en þá verð ég að sleppa síðdeigisbrauðsneiðinni minni og er ekki alveg til í það. Vigtaði mig í morgun, reyndar kökkuð af bjúg, hef örugglega ekki verið nógu dugleg í AB mjólkinni í gær og sýndi viktorían mín 87 slétt, sem sagt 1,8 kg farið þessa vikuna, var reyndar að vona að ég næði tveim en kommon maður á ekki að léttast svona hratt. Er að hugsa um að vigta mig vikulega og geyma vigtina inn í skáp á milli, þá sér maður líka meiri árangur. En nóg um það svona var matseðillinn hjá mér í gær.

  • 30 g ristuð brauðsneið, 2 dl létt AB mjólk, 15 g olivio, 15 g sykurlaus sulta 30 g muslí, vatn og vítamín.
  • 300 g pönnu steikt grænmeti, 120 g nautahakk, 30 g ristuðbrauðsneið, vatn.
  • 30 g brauð, 15 g olivio, 15 sykurlaus sulta, 2 kaffibollar með mjólk.
  • 140 g grísa gúllas, 300 g grænmeti (bæði ferskt og á pönnu) 2 matskeiðar kartöflumús, súrsæt Unckel Bens sósa og vatn.

Jæja alveg ágætur dagur bara, fyrir kannski utan kartöflumúsina, en jæja þýðir lítið að gráta það eftir á. Verð að segja ykkur soldið skemmtilegt, á inní skáp gamlar gallabuxur af mér síðan af "fitu tímabilinu" eftir fyrsta barnið mitt. Þær eru númer 36 og ég hef ekki komist í þær í 2 ár, ég prófaði þær að ganni áðan og viti menn ég kom mér í þær og með því að leggjast á bakið gat ég hnept þeim!!! Ég meina keppurinn sem var fyrir ofan streng var hrykalega stór en ég kom þeim þó upp! Þetta var mikill sigur fyrir mig og hvetur mig ótrúlega mikið áfram. Vona bara að þær verði passlegar fljótlega og kannski einn daginn verða þær eins og þær voru á mér á tímabili þ.e. ég þurfti ekki að hneppa frá til að fara í þær og úr þeim. c',)

30 ágúst 2004

Allt við það sama

Jæja jæja, allt er við það sama hjá mér. Borða rétt og lýður vel, er reyndar soldið óþolinmóð vildi óska að þetta myndi ganga bara einn, tveir og sjö, en það er víst ekki þannig. Skólinn nálgast og ég er enn að gera það upp við mig hvort ég eigi að vera í mötuneytinu í hádeigismat eða hvort ég eigi að taka með mér minn eigin mat. Kannski er það bara best, ég er nú svo feimin og spéhrædd að ég sé mig ekki fyrir mér með vigtina á lofti inn í matsal að vigta hádeigismatinn. Búin að komast að því að ég þekki engan í þessum skóla fyrir utan einn strák sem ég kannast við hér ofan úr sveitum. Það finnst mér betra, að einginn þekkir mig meina ég, því mér finnst alltaf betra að labba inn í hóp og láta hvern og einn dæma fyrir sig hvernig þeim hinum sama finnst ég, í staðin fyrir að vera með eitthvað gamalt sem ég gerði kannski fyrir hundrað árum sem mér dytti ekki hug að gera í dag (ég var nefnilega soldið tryppi þegar ég var unglingur). Þess vegna fannst mér svo mikið æði að hitta ykkur því ég á ekki marga vini sem þekkja mig í dag, eftir að ég fór að eiga börn og svona, flestir þekkja mig úr skóla eða frá vertíðatímabilinu mínu og ég get með sanni sagt að það eru tvær mismunandi manneskjur, ég þá og ég nú. En nóg um það, svona var gærdagurinn.

  • 30 g ristaðbrauð, 15 g olivio, 25 g ostur, vatn og vítamín
  • 300 g grænmeti, 110 g bjúga, vatn
  • 30 g ristað brauð með 15 g olivio og 15 g af sykurlausi sultu. Kaffi með mjólk
  • 300 g grænmeti, 170 g svínakjöt í sósu, vatn
  • 4 dl létt AB mjólk með örlítið af musli og einnum banana.

Jæja svona var gær dagurinn bara alveg fínn, fyrir kannski utan þetta smá muslí í gærkvöldi. Bakaði lummur í gær af því að við vorum með mann í vinnu, og O M G var mín freistað úff ég átti bágt með mig stalst til að smakka hálfan bita, en svo var ég heppin að fá vinkonu mína í heimsókn með litlu systur sinni og þær kláruðu lummurnar fyrir mig hjúkk. Jæja þetta er komið ágætt í bili. Við sjáumst síðar c",)

29 ágúst 2004

Enn þá fækka kílóunum

Já haldiði bara ekki að kílónum sé enn að fækka hjá mér. Steig á viktoríuna mína í morgun og hún sagði 87 slétt þannig að nú eru farin 1,8 kg síðan á þriðjudag, nokkuð gott sko. Ég er að fíla mig úber mjóa og glápi á mig í speiglinum daginn út og daginn inn. Fór til Reykjavíkur í gær til að kaupa skóladót því nú fer skólinn bara alveg að byrja hjá mér. Fékk mér svo að borða hjá honum Yngvari hennar Bryndísar ummm og maturinn var alveg jafn góður og mig minnti, reyndar "sukkaði" smá þar því ég fékk mér tvær brauðsneiðar í stað einnar, kenni Bryndísi alfarið um fyrir að bjóða upp á svona hrikalega gott brauð :þ En svona var nú dagurinn í gær hjá mér.

  • 30 g muslí, 30 g brauð, 15 g olivio, 2 dl létt AB mjólk, vatn og vítamín.
  • Salat á salatbarnum, nokkrar kjötbollur, 2 brauðsneiðar, smá salatdressing og vatn
  • 30 g af heilhveitskonsu, 15 g olivio, kaffi með mjólk
  • 150 g lambasteik, 300g grænmeti, villibráðasósa með sveppum og vatn.
  • jurtate með fáeinum dropum af sætuefni (af því að ég var að drepast úr nammi þörf)

Bara flott sko. Er rosalega ánægð hvað þetta gengur vel hjá mér. Ég er ekki viss um að ég gæti þetta nema ef væri ekki fyrir ykkur dúllurnar mínar. Er alvarlega að spá í að skipuleggja annan hitting. Var sko að spá ég á nefnilega afmæli 9 okt. að bjóða ykkur þá í heimsókn hingað í sveitina til mín. Hvernig lýst ykkur á það? En jæja verð víst að fara koma steikinni á borð fyrir karlanna mína, sjáumst síðar.