22 maí 2004

Hummmm


Jæja meira ekki nógu gott hjá mér. Fór út að borða með karlinum sem var reyndar ossa gott en valdi ekki alveg það hollasta á matseðlinum en samt ekkert það óhollasta heldur, en þegar við komum svo heim þá tók eginlega ekki betra við því ég fékk mér þá samloku með hamborgarasósu og mozarlella osti Annoyed And Disappointed en jæja þýðir samt ekkert að væla eins og gamall hundur með liðagigt.

Verðlaunaði mig smá í dag. Það var svaka lager útsala hjá Outlet og við fórum (karlinn lét sig hafa það) og ég gramsaði og gramsaði og fann á mig 3 peysur, einn topp, eina silkislæðu og eina skó og borgaði fyrir það 2400 kall! Núna lýt ég út eins og glæsi pía og karlinn er sko ekkert smá hrifinn, mér fannst ég nú eiga það skilið að verðlauna mig aðeins eftir 8 kg. Vona bara að ég fari nú ekki að gefast upp núna, en róðurinn er farinn að þyngjast lítilega en nú er bara að vera staðföst og hugsa um brúðkaupið og hvað ég ætla að verða sæt þá! Bride

21 maí 2004

EKKI ALVEG NÓGU GOTT


Jæja var með kynningu í gær og bauð upp á brauðrétt og svo grænmeti með ídífu. Sleppti mér smá í grænmetinu og ídífunni en fékk mér ekki af brauðréttinum. Í morgun fékk ég mér brauðrétt í morgunmat í stað fyrir mitt vanalega ristaðabrauðs og núna seinnipartinn þá gleymdi ég mér smá bæði í brauðréttinum og grænmetinu (aðalega samt ídífunni) þannig að ég er ekki alveg að standa mig nógu vel núna. En ætla samt ekki að gefast neitt upp og smæla framan í heiminn. Var 95,4 í morgun og því 8,1kg farið á rúmum 5 vikum nokkuð gott.

Fór í fjöruferð í dag með syni mínum og var ansi stolt af því að ég gat farið í "gömlu" úlpuna mína en ég hef ekki getað rennt henni að mér síðan ég varð ófrísk af stelpunni og ég var meira að segja í flíspeysu innanundir!

20 maí 2004

SLEÐAFERÐ


Ég er eins og sleði á fullu farti og virðist bara ekkert ætla að stoppa í bráð. Steig á vigtina í morgun eins og vanalega og var 95,7 þori varla að hugsa til þess að einn daginn gæti ég staðið í stað. Reiknaði það út í morgun að ég þurfi að missa rétt rúma 2 metra til að verða eins og ég vil í laginu og samkvæmt því þá er ég búin að missa rúmlega 1/4 af því aðeins á fimm vikum, ótrúlegt alveg.
Mig langar svo til að þakka ykkur elskurnar fyrir allt peppið, þessar heimasíður og kommentin eru bara eins og OA fundir, frábært að geta farið á fund heima hjá sér í afslöppun Laugh. Ég verð ánægðari með sjálfa mig með hverjum deginum sem líður og ég vil meina að án ykkar væri ég búin að gefast upp, það er nefnilega ótrúlegt hvað smá lítil hvatning getur fleytt manni langt.

19 maí 2004

HAMINGJAN Í FYRIR RÚMI


Yndislegt alveg. Ég held áfram að léttast og var 96,0 í morgun frábært þá er allur sukk-bjúgurinn farinn af mér. Þyrfti bara að hreyfa mig meira en er hálf hreyfihömluð hérna heima núna því Arndís mín er lasin og ég get því ekki sett hana út í vagn og tekið hana með mér. Er alvarlega farin að þrá að komast í góðan göngutúr.

Annars er ég ennþá í skýunum eftir gærdaginn og vona bara heitt að þetta haldi áfram. Fór í vigtun í gær til Kristínar og kom vel þar út líka. Hitti þar konu sem ég kannast við og hún segir mér að hún sé búin að missa 12 kg síðan í janúar ég óska henni til hamingju og hvet hana áfram á góðri braut og segi henni síðan hvað ég var búin að missa síðan 13 apríl. Þá segir hún við mig "já þú ferð trúlega að stoppa núna og standa í stað, og þá gefstu nú örugglega upp!" Það var eins og hún hafði slegið mig í andlitið ég var svo hneiksluð. ÉG var búin að hvetja hana áfram og hrósa henni fyrir frábæran árangur og svo gat hún ekki samglaðst með mér þegar ég sagði henni frá mínum árangri. Ég sagði nú bara við hana að ég ætlaði mér ekkert að gefast neitt upp þó að það kæmu erfið tímabil ég væri nú bara einfaldlega ekki sú týpa. Bað hana bara svo vel að lifa.

18 maí 2004

YESSSS


Jæja þriðjudagur og ég bjóst við öllu hinu versta þegar ég steig fram úr í morgun. Langaði bara eginlega að forðast vigtina og málbandið en vissi að það þýddi ekkert. Var svakalega dugleg í gær og gerði allt rétt og ekkert svindl. Bruggaði mér djús í gær til að losa mig við allt vatnið sem hafði safnast á mig, enda var ég næstum kílói þyngri en fyrir helgi, og það var eins og við manninn mælt vatnið bara lak af mér. Svo þegar ég steig á vigtina í morgun var ég 96,4 sem mér fannst bara svakalega gott eftir allt þetta sukk á laugardaginn. Jæja svo tók ég upp málbandið aðeins glaðari eftir þessar góðu fregnir frá vigtinni og viti menn ég hef misst fleiri sentimetra núna en síðast. Þannig að málin hljómuðu svona.

MAGI: 122
RASS: 120
LÆRI: 67,5
MITTI: 98 (YES KOMIN NIÐUR FYRIR METER)
BRJÓST: 117
UPPHANDLEGGIR: 35
VIGT: 96,4

Þannig allt í allt eru farnir 58,5 cm og 7,1 kg og á milli vika eru farnir 10,5 cm og 600 g.
Bara frábær árangur þó ég segi sjálf frá. Þetta eflir mig að sjálfsögðu í því að halda áfram.
Var að pæla í því í morgun að í raun þó svo ég sé svona feit þá er ég ánægðari með mig núna en ég hef verið í lengri tíma (þá meðtalinn tíminn er ég var mjó), mér finnst ég bara vera flott og sexý og það skrítna er að manninum mínum finnst það líka. Þannig ég er alveg að sjá það að við getum stjórnað þessu fullt sjálfar bara með réttu hugafari og góðu sjálfstrausti. Fólki finnst ég flott ef mér sjálfri finnst ég flott.

16 maí 2004

AAAARRRRGGG


Jæja jæja. Brjálað sukk í gær. Hef ekki sukkað svona síðan ég byrjaði í megganum. Enda er mér illt í skrokknum núna, gömlu liðverkirnir (sem ég vissi reyndar ekki að væru horfnir fyrr en ég fékk þá aftur) eru aftur mættir á svæðið. Mér er svo illt í maganum og bakinu og alls staðar að ég held að ég þurfi bara að skríða inn í holu og deyja. Reyndar ekki það sem ég ætla mér því ég vaknaði (þrátt fyrir alla liðverkina) full af fídómskrafti og til í að takast á við keppaverkefnið mitt aftur.
Brjálað stuð og hamingja! Woohoo