20 ágúst 2004

Dúllurnar mínar.

Ohh stelpur það var svo gaman í gær, ég er enn að þurka tárin eftir alla hláturkrampana. Þið voruð hreint út sagt yndislegar. Svona hittingur gefur manni sko mikið í baráttunni, því maður hugsar ósjálfrátt til ykkar þegar maður ætlar að laumast í eitthvað gott og hugsar "nei ég ætla að verða svona sæt eins og hinar stelpurnar". Annars er nú allt það sama hjá mér, nú er ég bara að fara að undirbúa mig fyrir skólann og get ekki annað sagt en ég hafi soldinn kvíðahnút í maganum, maður er nottla að koma úr geðveikt vernduðu umhverfi, búin að vera heima í 2 ár, en ég er samt ákveðin að láta þetta takast hjá mér. Ó já gleymdi að segja ykkur að ég steig á vikt(oríuna) mína í morgun og ferðalaga kílóið er farið af mér, hún sagði mér að ég væri nú 88 kg sem er ekkert slæmt svo sem en ég stefni nú lægra sko. En þá eru allt í allt farin 15,5 kg síðan 13 apríl, nú er bara að taka þetta með trompi í vetur og vera extra dugleg í mataræðinu. En jæja þetta dugir ekki maður verður að fara út að gera eitthvað, sé ykkur vonandi fljótlega, bæó.

P.s. Ég setti inn haloscan kommentakerfi, þið farið bara inn í álit og þar getið þið valið um að kommenta annað hvort með blogger (í post comment) eða með haloscan í tjáðu þig.

16 ágúst 2004

LENGI ÞEGJA SUMIR, EN TALA ÞÓ AFTUR.

Þetta nýja, góða heimatilbúna spakmæli á vel við nú þegar ég hyggst hefja upp mína fitusprengduraust á nýjan leik, eftir langt og gott frí. Ég er ný skriðin úr löngu og ströngu ferðalagi sem innihélt ansi mikið sukk og svínarí, en mikið ógeðslega var gaman. Ég át og drakk og söng og hitta gamla vini og labbaði um fjöll og firnindi með karlinn í eftirdragi hehe. Þegar lýða tók á ferðalagið þá fóru nú að renna á mann tvær grímur og samviskupúkinn skaut upp kollinum og fór að naga mann að innan. Ég steig á vigtina svo í morgun full vonar og ótta og viti menn þrátt fyrir meinlætislifnað og velmegun þá var aðeins eitt lítið kíló sem slæðst hafði á minn búk og ég andaði léttara. Ég komst að því í ferðalaginu að ég þyrfti að drífa í því að ala upp börnin mín og gera þau stór svo ég geti ferðast um landið fótgangandi. Mikið ofsalega er til mikið af fallegum og yndislegum gönguleiðum, sem innihalda fegurð sem eigi sést akandi mönnum. Ég held svo áfram í baráttunni og býst ég við því að þetta muni fjúka af í vetur þar sem ég verð nú í skóla og má þá minna vera að því að fylgjast með vigtinni og minni tími til að éta (ég er ekki ein af þeim sem þarf að læra með nammi poka mér við hlið). En var ekki áætlaður hittingur 18 eða 19? Látið mig endilega vita hvenær og hvar það verður og ég mun mæta!
Lifið heilar.