07 janúar 2005

Jíbbý

Fór í brúðarkjólamátun í dag. Fílaði mig ekki eins og hval, sem var mjög gott. Fann mjög trúlega þann kjól sem ég ætla að gifta mig í, sem var líka mjög gott. Borðaði góðan og hollann mat þó ég væri í Reykjavík, sem var náttúrulega best.
Fór og borðaði hádeigismat á Næstu grösum og hann var bara ógeðslega góður fékk mér svo lítinn subb með grænmeti í svona millimál/kaffi tíma. Drakk svo einn kristal plús og nokkur glös af vatni. En ég er sammála Bryndísi með afeitruninna, löngunin eða réttara sagt minnið er enn til staðar. Maður hugsar kannski "já ég á nammi upp í skáp, best að fá sér smá.... nei alveg rétt nú er ég hætt að borða nammi." Það er ekki enn komin söknuður í ákveðnar tegundir af mat en ég þekki mig og veit að hann á eftir að koma. Þá er bara að vera sterk.

Nú í kvöldmat þá er ég boðin í mat til tengdó og ég ætla að taka með mér grænmeti (300g) og vigtina mína, mér er sama þó hún móðgist hér er líf í húfi!! Ég vil svo þakka ykkur öllum fyrir frábær komment og pepp, ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆRAR! ;o)

06 janúar 2005

NÝJUM ÁRUM FYLGJA NÝIR SIÐIR

Stóð einhverstaðar skrifað. Ég hef gert samning við sjálfan mig eftir sjálfsblekkingu jólanna. Ég ritaði samninginn upp og skrifaði undir hann, vantaði bara löggildinguna. Ég er stollt af samningunum mínum við sjálfan mig... nú er bara að standa við hann.

Ég finn jóla-spikið vella um líkama minn og eftir allt þetta át er geðheilsan eins og...... jhaa eins og hún var áður en ég byrjaði í megrun. Ranghugmyndir geðveikinar varnar mér svefn, ég er óíbúðarhæf. Ég sagði upp og gekk út frá sjálfri mér. Ég hef fengið nóg af "yndisleik jólanna" sem er martröð hverjar offeitar manneskju.

Nýju ári fylgja nýir siðir og mínir verða þeir sömu og þeir voru áður en ég gafst upp fyrir ranghugmyndunum, ég einset mér að léttast um 25 kg á þessu ári í tveim áföngum. 13 kg fyrir brúðkaup og 12 kg eftir brúðkaup og fram að áramótum 2005. Þetta geri ég með mataræðinu mínu skrifuðu upp fyrir mig og eina fyrir mig að gera að fara eftir því. Þetta geri ég með því að fá mér einkaþjálfara í alla vega mánuð. Þetta geri ég með að viðurkenna mig sem fallega, gáfaða og sjálfstæða manneskju. Þetta geri ég með því að bæta tíma inn sem er bara fyrir mig. Þetta geri ég með því að fyrirgefa gamlar syndir og svo að fyrirgefa gömlum skuldunautum. Þetta geri ég með því að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að leyfa mér að verða svona feit. Þetta geri ég með stuðningi minna nánustu.

Ég vona að ég get stutt mig við ykkar stuðning nú sem endranær.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR STELPUR