07 maí 2004

JÍBBÝ


Ég er núna búin að losna við 5,8 kg síðan 13. apríl. Bjóst aldrei við að þetta myndi ganga eitthvað, ég er svo oft búin að fara í svona aðhald (eins og amma kallar það) en aldrei neitt gengið. Nú bara flýgur þetta af mér. Ég var á vigtinni í morgun 97,7, held reyndar að þessi vigt sé á samning við djöfulinn og sýni alltaf minni og minni þyngd en sé bara að plata mig, ég sé enn í raun og veru 104 kg. En sentimetrarnir ljúga ekki (ekki nema að málbandið mitt sé líka á samning hjá djöflinum) og þeir fjúka einn af öðrum. Mældi magann á mér í morgun svona að ganni og þar voru einhverjir sentimetrar farnir þannig það verður spennó að sjá hvernig fer á þriðjudag. Ég er farin að dagdreyma um það hvernig ég verð í brúðkaupinu mínu næsta sumar þá ætla ég mér sko að vera flott. Annars er ég búin að setja mér það langtíma markmið að vera orðin 62kg (kjörþyngd mín) þegar ég verð 25 ára en það verður 9 okt. 2005 vona að ég nái því.

Annars er bara allt við það sama, skítakuldi og rok þannig að ég nenni ekkert að labba úti vona samt að það hafi ekki mikið áhrif á vigtina. En hef ekkert meira að segja í bili.

06 maí 2004

DUGNAÐAR-LETIKAST


Já ég er í dugnaðarletikasti núna! Þið spyrjið ef til vill hvernig það má vera, en það lýsir sér í því að ég á að vera mjög dugleg (vaska upp, taka til, skúra etc.) en er hér í staðinn að blogga um átakið mitt. Allt gengur bara vel í þeim efnum og ég fer hríð minnkandi reyndar maginn á mér töluvert þaninn út af blæðingum en annars er bara farið að sjá á mér munur þá sér staklega í framan og um mittið. Gaman að finna hvað þetta er létt (7-9-13) enn þá. Fyndið að mér finnst ég bara ný byrjuð í þessu en samt eru komnar rúmar 3 vikur síðan ég byrjaði ég er nefnilega alltaf að bíða eftir því að ég leggist í át kast og flegi mér svo grenjandi í rúmið yfir egin aumingjaskap en það hefur ekki gerst (alla vega ekki enn þá) þannig ég hef bara ekkert markvert til að segja ykkur nema að það GENGUR ALLT SVO LJÓMANDI VEL!!! Drooling Bouncy Smiley

05 maí 2004

....OG ÁFRAM SKAL HALDIÐ....


Jæja þetta mjakast allt með sínum hraða. Var 98 á vigtinni í morgun þannig að yfir fimm kíló eru farin (yesss, yesss, yesss). Fór í vigtun í gær til Kristínar (ég held að ég hef aldrei séð eins margar feitar kerlingar saman komnar á einn stað) og það vantaði 400 grömm upp á að ég væri jafn þung og síðast þannig ég var þar 104,2 en var síðast (þ.e. í janúar lok) 103,8 var bara nokkuð sátt við það þar sem ég þyngdist um 6 kg síðan þá og þangað til ég byrjaði á þessu átaki hjá mér núna. En það er sem sagt ljóst að ég þurfi að rjúfa þriggjastafa múrinn tvisvar en það er nú allt í lagi ég held mig bara við mína vigt þessi er bara svona auka.

Hundleiðinlegt veður hérna á klakanum núna vildi að ég væri bara komin til Noregs til Lilju eða til Danmerkur til stóru konunar það væri sko ljúft. Nenni ekkert að labba þegar veðrið er svona nema þá bara út í fjárhús. Þannig ég býst alveg við því að vigtin verði ekki á eins mikilli hraðferð niður og hún hefur verið. En það á að hlýna á föstudag/laugardag þannig að þá get ég farið eitthvað út að gera eitthvað skemmtilegt. Fyndið hvað ég sakna einskyns, ég meina til dæmis finnst mér pizzur voða góðar en ég sakna þeirra ekkert núna þegar ég "má" ekki borða þær hélt einvhern veginn að þetta yrði mikið erfiðara allt en svo virðist ekki vera alla vega ekki enn. Það verður allt að vera auðvelt hjá mér ég hef nefnilega enga sjálfstjórn eða aga, ef illa gengur eða mig langar mikið í eitthvað þá fæ ég mér það bara ég er svo mikill aumingi. Ég hætti að reykja eftir að hafa reykt í í rúm 10 ár og það tók eitt námskeið á einu kvöldi og eru komin 2 ár síðan, ég hafði sko aldrei getað hætt að reykja ef ég hafði ekki bara gert það svona á námskeiði. Eins er þetta með matinn ég þarf vist aðhald frá einhverju eins og DDV því ég get ekki ákveðið það bara sjálf að hætta að borða slæmar fæðutegundir.
En jæja best að hætta þessu og muna að taka einn dag í einu.

04 maí 2004

TÖFRASTUND


Jæja í dag er þriðjudagur og því var málbandið tekið upp og allir keppirnir mældir. Ég var svakalega sátt, ég var 98,7 á vigtinni og 11,5 cm og 2,3 kg farinn á milli vika. Þannig allt í allt eru farnir 39,5 sentimetri og 4,8 kg gerir aðrir betur. Þannig málin hljóma þannig.

Magi: 127 (er reyndar á túr því meira þaninn en því fleiri verða farnir næst)
Rass: 122
Læri: 70,5
Mitti:103
Brjóst: 119
upphandleggir: 36,5

Mest farið af lærunum, brjóstunum og mittinu ansi gott. Vonandi heldur þetta bara svona áfram þannig að einn daginn þá verði í 90, 60, 90 eins og flottu kerlunar. Gaman líka að sjá vigtina fara áfram niður, eins gott að ég standi ekki í stað því ég er svo vön að sjá hana hrapa niður við hverja vigtun, en ég geri bara eins og alkarnir ég tek einn dag í einu.
Fékk ég gær frábæra uppskrift af engifer-sítrónu djús, ég hef svo sem oft drukkið engiferte en alltaf fundist það vont en þetta finnst mér alveg þræl gott svo hjálpar þetta mér mikið með liðverkina og annað því engiferin er svo bólgueyðandi. Alla vega læt uppskriftina fljóta hér með svo þið getið prófað þetta sjálfar.
2 l vatn
c.a. 8 cm engiferrót
1 sítróna.

Engiferrótin er afhýdd og skorin niður í þunnar sneiðar, sett í pott ásamt 2 l af vatni. Sítrónubörkurinn rifin ofan í og allt látið sjóða á lágum hita í u.þ.b klukkutíma. Potturinn þá tekin af hitanum og látinn standa yfir nótt. Sítrónusafinn er kreistur úr sítrónunni yfir (eftir nóttina) og svo seiðið sigtað. Svo láta seiðið í 2l gos flösku og geymt í kæli. Djúsið blandað svo svona sirka 50/50 með vatni, ég geri það bara í hvert glas fyrir sig.

Alla vega rennur vatnið mun betur af mér þegar ég drekk þetta og það eru engar hitaeiningar í þessu svo allir mættu drekka þetta.

03 maí 2004

ALLT ER GOTT


Jæja allt er gott og allt gengur sem best. Steig á vigtina í morgun og viti menn vigtin var bara góð við mig! Búin að rjúfa þriggjastafamúrinn og er ég því núna 99 kíló. Ferlega ánægð með þetta allt saman. Greinilega allar ferðirnar útí fjárhús sem eru að borga sig, enda er ég búin að fara ansi oft. Ein rollan er borin og var hún tvílembd og komu tvær gimbrar sem hafa fengið nöfnin Sigga og Svört.
Sveinn horfði á mig í gær og ég segi eitthvað svona hvað ertu að glápa á mig og hann segir "ég er bara að dáðst að þér" nú segi ég af hverju, "jú af því að þú ert svo dugleg í megrununni" ég held svei mér þá að ég hafi bara roðnað af gleði. Svo sagði hann líka að hann væri farinn að sjá mun, að maginn væri að minka svo mikið á mér, ég var ekkert smá ánægð með það enda er gaman þegar mans nánustu sjá að það gengur vel hjá manni. Enda er fólk farið að segja að ég sé að standa mig vel og það sé farið að sjá mun, þetta allt hvetur mann áfram á góðri braut. Ég er búin að fá mér svona matarblað og nú ætla ég að skrifa allt niður þar sem ég borða. Ég er búin að ákveða það að eftir 10 kg þá ætla ég að fara að synda, ég þori ekki fyrr enda er ég svo rauð og slitin alls staðar, en nú ætla ég að fara þurrbursta húðina og þá er vonandi að slitin dragi sig saman og húðin líka.

Jæja vona að þetta verði jafn góður dagur og allir hinir á þessum tæpum þrem vikum. 4,5 kg farið yessssss.