07 júní 2004

Áfram það mjakast



Jæja ég virðist halda áfram að þokast niður á við þó svo ég hafi verið í fermingarveislu í gær og borðað á mig gat. Ég var 92,7 á vigtinni í morgun, en ég er hrædd um að það hafi ekki eins margir sentimetrar farið. Er alveg farin að sjá það þegar ég missi fleiri kíló þá missi ég færri cm og þegar ég missi fleiri cm þá missi ég færri kíló. Af hverju skildi það vera? Annars hef ég ekki verið dugleg að borða lifur og þarf að fara að taka það upp aftur svo skinnið minki nú með. Reyndar finnst mér lifur alveg einstaklega vond en ég fékk um daginn uppskrift af lifararbollum sem eiga að vera skárri. Annars var ég voða monntin í gær því fólk var að hrósa mér fyrir hvað ég væri nú búin að ná miklu af mér og hvað ég lyti nú vel út. Amma mín kom til mín bara næstum grátandi og sagði "mikið rosalega er ég nú stolt af þér Olla mín, þú ert ekkert smá flott og fín" amma alltaf jafn fyndin hún heldur að megrun sé lífið sjálft og velgengi mans í lífinu fari eftir foknum kílóum, við sem erum ofstórar og búnar að berjast við þetta lengi við vitum betur.

3 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Það hlýtur nú að sjást einhversstaðar að rúm 10 kg séu farin :D En mig langar nú eiginlega ekkert að þið náið mér strax, því það þýðir þá að ég mun ekkert léttast næstu vikurnar :( Þið megið ná mér þegar ég er komin í 75 :þ

7. júní 2004 kl. 15:11  
Blogger Hildur sagði...

HAHAHA...Frábær árangur. Já þessar ömmur geta verið svolítið fyndnar. En við vitum betur það er rétt ;o)
Haltu áfram að vera svona dugleg.
Þetta er skrýtið með vigtina og sentímetrana. Þéttistu ekki bara fyrst (sentimetrar fækka) og svo grennistu (kílóin fjúka)....

8. júní 2004 kl. 14:18  
Blogger Flintebakken fjölskyldan sagði...

Oh ég kannast við þetta með elífðarmegrunarkonurnar, sem eru margar í minni fjölskyldu. Ég er alin upp af endalausu tali um megrun og megrunarkúra, og að stæðsta gleði hverrar konu væri að missa nokkur kíló. Rugl og della.
En flott hjá þér skvís. Gaman að fylgjast með hvað þú ert dugleg !

9. júní 2004 kl. 07:56  

Skrifa ummæli

aftur heim

|