29 maí 2004

Held áfram


Jæja var 93,9 í morgun á vigtinni, nokkuð gott bara. Ekki eins mikil hreifing núna og hefur verið síðustu daga því í gær fór ég til höfuðborgarinnar í þeim eina tilgangi að láta rífa úr mér tvær tennur. Það var ÓGEÐSLEGA vont. Svo nú sit ég hér heima og má ekkert gera því ég er öll út sömuð í kjaftinum Sadly I Can't. En ég er nú að vona að þetta skáni eitthvað því það er von á mörgu fólki hér í sveitina um helgina og ábyggilega fylgir því fullt af fjöri.

Borða voða lítið enda ekki gott að borða með sauma í munninum en reyni samt að drekka nóg af vökva og svona. Var samt eitthvað döpur þegar ég vaknaði í morgun og fannst þetta eitthvað ekki vera þess virði. Finnst þetta ganga allt of hægt og ég sé svo svakalega feit að það þurfi svo mikið að fara til þess að sé hægt að sjá einhvern árangur. Svo hef ég ekki keypt mér föt í mörg ár og því get ég ekki séð á fötunum mínum árangur eða þið vitið ég hef engar buxur sem ég passaði í fyrra eða eitthvað til að fara í. Þær buxur sem ég á eru bara allar í 32-40 og ég á LANGT í það að passa í þær enda eru þær bara í poka inní geymslu. Svo ég er bara hálf vængbrotin eitthvað núna.

28 maí 2004

Þrammið borgaði sig


Jæja jæja var 94,0 í morgun því 9,5 kg farið í allt. Greinilegt að þrammið í gær hafði sín áhrif. Hlakka til að komast í niður í -10 kílóaflokkinn en reyni samt að taka bara einn dag í einu það hefur ætíð reynst mér best. Annars fjölgar óðum í átaksbloggsamfélaginu og ég hef vart við að setja inn nýja linka, vona að ykkur öllum eigi eftir að ganga eins vel og mér. Má ekkert vera að þessu frábært veður og skjáturnar bíða.

27 maí 2004

ÞAÐ FJÖLGAR Í LITLA SAMFÉLAGINU OKKAR


Jæja bætti inn tveim linkum, velkomnar í hópinn stelpur og gangi ykkur sem allra best.
Annars allt fínt hjá mér er ennþá í vorverkunum, hélt áfram að þramma með girðingum í dag þannig að einhver hreyfing hlaust af. Vigtin var skemmtileg í morgun 94,4 og því 9,1 kg farið!!! Styttist óðum í 10.

26 maí 2004

Vorverkin eins og líkamsrækt


Jæja ég er búin að þramma mikið í dag. Við erum að leggja síðustu hönd á vorverkin okkar hér í sveitinni og má með sanni segja að gömlu, góðu vorverkinn eru sko ekkert síðri líkamsrækt en sú sem líkamsræktunarstöðvarnar bjóða. Við Sveinn erum búin að vera að girða fyrir skjáturnar okkar og erum ekki alveg búin og það tekur sko á. Svo er ég með harðsperrur eftir göngutúrana í gær en þá labbaði ég mér hér út á veg til að reyna að svæfa stelpuna, ekki gekk reyndar að svæfa hana en ég fékk ágæta hreyfingu. Þannig ef þið viljið góða áreynslu stelpur í faðmi ægifagurar náttúru þá komið til mín og ég skal finna ykkur einhver verkefni. Brows

25 maí 2004

MÆLI/SMÆL


Jæja þriðjudagur og ég hef mælt allt heila klappið, eða öllu heldur keppið, og hljóðuðu síðustu mælingar svona.

MAGI: 119
RASS: 119
LÆRI: 66
MITTI: 97
BRJÓST 116
UPPHANDLEGGUR: 35

VIGT 94,7

Jæja þetta var bara ekki svo slæmt. Hafa farið af mér 7 cm þessa vikuna og 2,7 kg nokkuð gott bara, þá hafa farið allt í allt 65,5 cm og 8,8 kg á síðustu 6 vikum. Verður gaman þegar ég verð búin að ná af mér öllu að bera saman tölurnar frá því ég byrjaði og þar til að leiðarenda.

Jæja ætla að hætta þessu blaðri í bili og drífa mig út í góða veðrið.

23 maí 2004

Ég á það ekki skilið en það gerðist samt


Já ég á það svo sannarlega ekki skilið en það gerðist samt að ég var léttari á vigtinni í morgun en í gær! Þannig í morgun var ég 95,1 og því farið 8,4 í allt. Þetta hvetur mig áfram og ég ætla sko að passa mig vel alla þessa vikuna og sukka ekkert. Svo hef ég ekki verið nógu dugleg í vatninu og hef bara alveg gleymt að drekka nokkra mjólk þannig að ég verð að fara að taka mig á í því. Ég er svo ótrúlega stolt af mér að ég verð bara að klappa mér á bakið *klapp* *klapp* En það má ekki alveg gleyma sér og ég komst upp með sukkið núna en ekki víst að ég komist upp með það aftur og því verð ég að passa mig, ekkert sukk núna *skamm* *skamm*.

Vona að ég haldi áfram á þessari braut og við allar við höfum allar staðið okkur svo vel Go Team