20 júlí 2004

GAMAN, GAMAN
 
Jæja jæja görlís. Loksins gefst stund til að blogga soldið.  Annað barnið farið svo nú er aðeins meiri friður. Verð að segja ykkur frá því að ég missti mig soldið um helgina sko, át soldið vel af haustkexi og eitthvað minna af grænmeti en ég átti að gera. Hafði svo sem ekki mikil áhrif á vigtina en því meiri áhrif á sálarlífið mitt. Fann það þarna hvað er auðvelt að lenda á villigötum og þakka guði fyrir að ég sá af mér og get nú enn á ný brosað og haldið fráhaldið mitt. Hef svo sem ekki vigtað mig almennilega (but naked) enda er nú ekki friður til þess.  En það sem er svona gaman er að ég er loksins aftur farin að stunda hestamenskuna aftur. Varð vægast sagt skelfingulostin við hross þegar ég gekk með stelpuna mína og hef því ekki þorað umgangast þau síðan (ég var sko áður að temja og reið út á hverjum deigi) en er loksins núna farin að stunda þau aftur og það er sko gaman. Svo hef ég líka verið svakalega mikið úti með krökkunum í göngutúrum og slíkt og það hefur verið yndislegt alveg. Ég er farin að taka þann pól í hæðina að megin markmið mitt sé ekki endilega að vera mjó, heldur að lýða betur. Ég þarf ekkert að grennast einn, tveir og bingó ég er farin að átta mig á því núna, heldur er það ágætt að bara að þetta fari jafnt og þétt af mér. Annars er fólk farið að hrósa mér fyrir útlyt mitt, hitti afa minn í gær og hann spurði mig nú bara hvort ég væri alveg að hverfa, ég svaraði því til að það væri nú ekki nóg en þetta væri allt í áttina. Mér lýður líka svo miklu betur og get hlaupið og hreift mig án mikilla vankvæðna, ekki eins og þetta var hérna áður fyrr þegar ég gat vart labbað upp stigan hér heima hjá mér fyrir offitu og stirðleika. Ég veit að ég á langt í land en ég reyni að hugsa ekki um það heldur bara taka einn dag fyrir í einu, stundum jafnvel eina mínútu í einu þegar fíknin er að drepa mig. Reiknaði það út að ég þyrfti ekki að léttast meir en um 50 grömm á dag, því það safnast þegar saman kemur og 50 grömm á dag eru 18.200 kg á ári það er nú ekki lítið. Jæja en það dugir ekki að blaðra hér út í eitt, hlakka mikið til að hitta ykkur í ágúst verð komin heim úr ferðalagi, sjáumst síðar.