25 júní 2004

Hummm



Ég hefði átt að monta mig meira á því í gær hvað gengi vel. Ég fékk nefnilega þvílíkt átkast í gærkvöldi og þakkaði mínu sæla að ekkert var til ætilegt í kotinu fyrir utan 4 mjólkurkex sem rötuðu í minn maga. Ekki mjög hress með það, aðalega fúl yfir því hvað ég fylgi fíkninni í stað þess að reyna að hlusta ekki á hana eða fá mér vatnssopa eða eitthvað slíkt. En jæja hafði ekki mikið svo sem að segja var enn þá 91 slétt á vigtinni. Var að hugsa mér að setja ný markmið og reyna að stefna á að vera komin niður í 85kg á afmælisdaginn minn 9.okt, þá væri ég búin að missa 18,5 kg allt í allt, held að þetta séu nokkuð raunhæf markmið. Þarf reyndar að vera vel meðvituð í allt sumar því þetta krefst þess að ég þurfi að losna við um 400 grömm á viku. Alla vega byrja á þessu og ef vel gengur þá kannski endurskoða ég hlutina. Tongue Out

24 júní 2004

Jæja



Jæja, jæja. Allt gengur sinn vanagang og ég tek lítil skref í át að bata frá átfíkninni minni. Hefur reyndar verið soldið erfitt núna því ég hef verið í afvötnun og einhvern veginn þá leyfi ég mér að hafa þetta erfitt, ef þið skiljið hvað ég er að meina? Kíkti á vinkonu mína vigtina í morgun hún var í ágætu skapi og sagði að stóri rassinn minn og allt hitt með vægi 91 kg slétt, alveg þokkalega ánægð með það vona bara að ég haldi áfram að þokast niður. Var að horfa á video í gær af mér síðan 2000 ohh ég var svo mjó að það var ekki einu sinni fyndið, þá hef ég verið svona 65-67 kg og mér fanst ég þá vera einsog hvalur. Man meira að segja þegar þessar myndir voru teknar þá var í skyrtu sem var soldið of stór á mig og mér fannst ég svo feit og asnaleg að ég vildi ekki láta taka af mér myndir. Í dag er ekki séns að ég komi þessari skyrtu utan um mig ábyggilega kem ég henni ekki einu sinni upp handleggina á mér, samt er ég eginlega ánægðari núna en þá. Veit líka núna að þetta er á niður leið og það kemur ALDREI aftur það sem er farið. Enda er ég ekki núna beint í megrun heldur bara að læra að fara með mat eins og heilbrigt fólk gerir, þyngdartapið er bara plús. Verð að segja ykkur frá því sem ég uppgvötaði í gær og þess vegna er ég að edita póstin smá. Sko ég hef verið svo veik fyrir því að borða á kvöldin en í gær fann ég alveg æðislega dægrastyttingu. Ég er byrjuð að vinna ullina af kindunum mínum og sat og kembdi í gær að gömlum sið og áður en ég vissi af þá var bara klukkan að nálgast miðnættið og tími komin í ból, þetta fannst mér alveg frábært og ég hafði ekki einu sinni staðið upp til að kíkja í ísskápinn (eins og ég geri oft, en stenst nú yfirleitt freistinguna) þannig í kvöld ætla ég að byrja að spinna og það verður nú ekki leiðinlegra. Jæja komið nóg af rausi heyrumst síðar.

22 júní 2004

Gengur vel



Já það gengur bara ljómandi vel núna hjá mér. Fór tvisvar út að labba í gær fyrst með barnavagninn og svo bara ég ein í gærkvöldi. Reyni að haldi mig sem mest í vatninu og þamba það eins og ég get. Er svo búin að fara í göngutúr í dag með barnavagninn og kannski fer ég líka ein í kvöld. Svo rúði ég eina rollu áðan (alltaf bara ein og ein hjá mér hehe) og það tók vel í. Er reyndar ansi löt við að vera inni og hanga í tölvunni enda svo hrikalega gott veður og þá á maður bara að vera úti. Annars stalst ég á vigtina í morgun og hún var mér bara hliðholl 91.4 sem er bara ágætt var reyndar með svoldin bjúg en þá verður hún bara minni næst talan. Þá eru 12.1 kg farið síðan 13 apríl er alveg bara þokkalega ánægð en maður vildi alltaf að það væri meira :þ Þá fer ég að nálgast markmiðið mitt en það var að missa 13 kg fyrir afmælið mitt sem er 9 okt. Kannski set ég mér bara ný markmið fyrir þann tíma sé til. Gangi ykkur áfram vel skvísur.

21 júní 2004

sususu



Jæja jæja þar fór þessi helgi. Systir mín var að koma heim frá Svíþjóð og kom með nammi. Ég hef aldrei átt í neinum vandræðum með að sleppa namminu en í gær tók eitthvað völdin inn í mér og ég bókstaflega raðaði í mig namminu. Mér leið mjög illa bæði meðan ég var að því og eins eftir á, ekki beint samviskubit heldur kannski meira hræðsla við að verða aftur eins og ég var áður en ég breytti um lífstíl. Auðvita lýður mér svo illa í öllum liðum núna eftir þetta sukk og svo er ég kökkuð af bjúg. Ég ætla ekkert að gefast upp því fer fjarri en ég veit að þessi vika verður erfið og fer öll trúlega í afeitrun frá kolvetnunum. Börnin eru farin en ég ætla samt ekki að stíga á vigtina strax, nú verður þetta tekið með trompi og hreyfing sett í fyrirrúm. Gangi ykkur vel skvísur.

20 júní 2004

Blogger tripp



Já bloggerinn virtist vera á trippi í gær, alla vega þurfti ég að stroka út margar færslur sem mér tókst ekki að pósta í gær en komu allar inn í morgun. En jæja komin á fullt aftur byrjaði daginn bara fínt, vaknaði klukkan rúmlega níu í morgun því við hjónin vorum búin að áætla að skella okkur ásamt vina hjónum í smá kæjaka ferð. Maðurinn minn er mikill kæjaka maður og hef ég verið svona að smitast smá saman af þeirri bakteríu. Þannig ég byrjaði daginn á hörkupúli. Reyndar var nú ekki mikið um söluskála þarna útí guðsgrænni náttúrunni þannig að við höfðum með okkur nesti, ég var með samlokur með kjúklingaskinku og grænmeti og borðaði tvær svoleiðis, kannski ekki alveg eftir matseðlinum en allt í lagi. Svo er ég að hugsa um að skella mér í göngutúr núna á eftir og labba svona sirka 4 km. Þarf að fara hér niður í sandhól svo kallað en þar erum við að heyja núna og ég ætla að skreppa þangað röltandi á eftir. Vona að það gangi jafn vel hjá ykkur hinum og já ég steig á vigtina hún tjáði mér að ég væri 91,9 kg ágætlega sátt við það meðað við svindl síðustu daga.