27 ágúst 2004

Lax, lax, lax og aftur lax.

Skellti mér í laxveiði í gær eins og fín frú. Foreldrar mínir og já reyndar tengdaforeldrar líka eiga land að Norðurá og Gljúfurá hér í Borgarfirði. Mamma er veiðivarða (kvk orð af vörður) í Gljúfurá og dagurinn í gær var laus þannig að við skelltum okkur, ég, mamma, Sveinn og börnin. Við veiddum reyndar ekkert þó við væru að í 4 tíma, en mikið ógeðslega var þetta gaman, ég get alveg séð af hverju fólk er með svona veiðidellu. Síðan reyndar eftir að við komum heim þá fórum við að vitja um netin okkar, voru voða ísí á því því það veiðist sjaldan á dagsflóði, en viti menn það voru 3 fiskar í öðru netinu helv. gott. Svo voru 7 í morgun þannig að allt í allt erum við búin að veiða 14 silunga sem er af þessari vertíð. Jæja nóg um það, svona var matardagskráin í gær hjá mér.

  • 30 g ristaðbrauð með 15 g af olivio og papriku, 1 1/4 dl appelsínusafi, vatn og vítamín
  • 120 g fiskur, 300 g pönnusteikt grænmeti, 30 g brauð með 15 g af olivio, vatn
  • 30 g ristuð brauðsneið með 15 g L&L og gúrku og tómötum, kaffi með mjólk
  • 300 g pönnusteikt grænmeti, 120 skinka, 2 tsk létt hamborgara sósa, vatn

Svona var nú gærdagurinn. Ég er eginlega búin að komast að því að ef ég borða létt AB mjólkina eins og ég á nú víst að gera þá hef ég minni bjúg daginn eftir. Furðulegt. En jæja má ekkert vera að þessu, sé ykkur seinna og takk fyrir allt peppið. :o)

26 ágúst 2004

JÍBBÝ

Lofaði sjálfri mér að ég skildi ekki ver að stíga á vigtina en bara varð í morgun og viti menn, þegar ég byrjaði í þessu extra átaki þá hljóðaði kílóatalan upp á 88,8 en er núna 87,4 aðeins 4 dögum seinna!! Veit að þetta getur verið dagsformið og bla bla en ég ætla samt að njóta sigursins í smá stund :o) Annars hljóðaði gærdagurinn svona ahhhhhhh nei djók, er í fimmaurabrandara stuði hehe

  • 30g muslí, 30 g ristað brauð,1 1/4 dl appelsínusafi, 15 g olivio, 15 g ósykruð sulta, 2 dl létt AB mjólk, vatn og vítamín
  • 300 g grænmeti og 100 g ný veiddur silungur með edik og 15 g af olivio, 30 g ristuð brauðsneið, vatn
  • 30 g ristað brauð, 3 kaffi bollar með mjólk og 15 g olivio
  • 160 g nautahakk, 300 g pönnusteiktgrænmeti, vatn
  • 45 vínber.

Bara þokkalega góður dagur. Er svakalega ánægð með mig núna sko er bara að vona að ég haldi áfram að vera svona jákvæð því ég veit að þá á þetta eftir að rokganga hjá mér. Sleppti því reyndar að hjóla í morgun, fór nefnilega að vitja um silunganetin okkar og var svo hrottalega svöng þegar ég kom heim. Þannig að ég frestaði hjólaferðinni til morguns því þá ætlar karlinn að vitja um. Sé ykkur síðar, og verið nú endilega duglegar að kommenta hjá mér, það er mér svo mikil hvatning að sjá að einhver fylgist með. :þ


25 ágúst 2004

Og áfram heldur velgengin

Flottur dagur hjá mér í gær, var reyndar að drepast úr nasl þörf í gærkvöldi enda fékk ég ekki mjög góðar fréttir af mömmu minni. Hún er sem sagt komin inn á spítala með eitthvert mein í höfði, vonandi að það fari allt vel, en ég sem sagt þurfti smá huggun og veitt mér hana, ég fékk mér 3 dl af AB mjólk með smá muslí út í. Allt í lagi með Ab mjólkina enda er hún á matseðlinum en kannski ekki nógu gott með muslíið..... En ég læt svona smáatriði ekkert aftra mér. Svona hljóðaði matrdagskráin í gær

  • 30 g af ristuðu brauði með 15 g af olivio og 25 g af osti, 1 1/4 dl appelsínusafi og vatn.
  • 120 g af nautahakki (8-12% fita) 30 g af ristaðri beyglu (með laukbragði namm) 300 g pönnusteikt grænmeti, vatn.
  • 30 g af grófu brauði með létt smurosti 15 g 2 kaffibollar með mjólk
  • 1 dl af létt AB mjólk og 20 g af ný tíndum bláberjum.
  • 140 g af niðursneiddi og pönnusteiktri bæon (kann ekki að skrifa það) skinku, 300 g pönnusteikt grænmeti, kantarel sósa með sveppum og vatn.
  • 3 dl létt AB mjólk með örlitlu muslí.

Svona var nú dagurinn í gær, alveg þokkalegur. Ég borðaði fullt af góðum mat og var aldrei svöng. Stundum þá stend ég mig að því að efast um það að ég geti lést af öllum þessum mat, en raunin er sú að ég léttist ég hef reynt það og það mun halda áfram.

Jæja skvísur læt þetta gott í dag, enda þarf ég að fara að slægja fiskinn sem komu í netin okkar í morgun, sé ykkur á morgun! Tchjá

24 ágúst 2004

Það byrjar vel

Jæja það byrjar af krafti þetta extra átak mitt. Ég hjólaði á fastandi maga í morgun í 20 mínútur og hlustaði á Villa vill með, yndislegt alveg. Fór svo og borðaði morgunmat sem saman stóð af ristuðu brauði (30g) og osti (25g) og appelsínusafa (1 1/4 dl) og vatni. Í gær borðaði ég eftir farandi

  • 30 g af ristuðubrauði, 1 1/4 appelsínusafa
  • 120 g fisk eldaðan í ofni með hvítlauksrjómasósu, 300g bakaðir tómatar, 30g rúgbrauð og vatn
  • 30g ristuð brauðsneið með 15g olivio og tómat, 3 kaffi bollar með mjólk
  • 110g af svínasnidsel steiktu á pönnu, 300 g pönnusteikt grænmeti, ferskt salad, villibráðarsósa með pönnusteiktum sveppum og vatn.

Svona var nú gærdagurinn, alveg bærilegur bara. Er reyndar að gera upp við mig hvort ég eigi að fara að borða ávextina aftur (á að borða 4 á dag) og mjólkin ( á að nota 8 dl af létt AB mjólk) gæti verið gott að nota hvort um sig milli mála. Reyndar gerði ég það alltaf að laga svona boost úr AB mjólkinni og ávöxtunum og drakk það á kvöldin, þannig vandi ég mig af kvöld naslinu mínu. Jæja best að fara að elda hádeigismatinn, vona að dagurinn í dag verði jafn góður, ég er ákveðin að gera mitt besta svo svo meigi verða ;o)


23 ágúst 2004

Þá skal tekið á því

Jæja stelpur nú skal brett upp ermar og tekið all hressilega á því. Ég er búin að sukka einsog ther´s no to morrow alla þessa helgi og nú ætla ég mér að vera bara hörð sko. Ég stefni á það að vera orðin 80 kg á afmælisdaginn minn sem er 9 okt. Það þýðir að ég hef 7 vikur og það þýðir að ég þarf að léttast um rúmt kíló á viku. Ansi tæpt ég veit en það sakar ekki að reyna. Og nú þegar skólinn fer alveg að byrja hjá mér þá held ég að hann eigi eftir að hjálpa mér heilmikið, ég meina ég sit ekki heima og ét ef ég er í skólanum ;) En alla vega þá ætla ég að fara svona að því að ná þessum rúmum 8 kg af mér.

  1. Ég ætla að fylgja af nákvæmni leiðbeiningunum af kúrnum mínum, vigta allt og mæla sem ofan í mig fer og þess háttar.
  2. Ég ætla að hjóla annan hvern dag á fastandi maga um morgun.
  3. Láta mér lýða vel og hafa gaman af lífinu
  4. Ekki hugsa um þá hluti sem ég er að missa af með því að borða rétt, heldur um alla þá hluti sem ég græði.
  5. Skrifa allt niður sem ofan í mig fer.

Er þetta ekki bara nokkuð sneddý hjá mér? Ef ykkur dettur eitthvað snjallt í hug í sambandi við þetta þá endilega látið mig vita. Þannig að ef ég er ekki að standa mig í að skila ykkur matseðlinum þá bara rukka um hann :o)