16 janúar 2005

Þetta er allt að ganga..

hjá mér. Ég steig á vigtina og tók vikulega tölu, hún sagði mér að ég hafði lést um 1 kg sem er mjög gott, einnig tók ég sentimetramálin og ég hafði misst fullt af þeim líka!!
Magi var 123cm en komin niðrí 116cm,
rassin var 120cm en komin niðrí 116cm,
brjóstin voru 115,5cm en voru komin niðrí 110cm
mittið var 101cm en ég var komin niðrí 95,5cm.

Brjálað að gera í skólanum og nú erum við Sveinn búin að færa brúðkaupsdaginn. Brúðkaupið fer sem sagt fram 19 Febrúar spurning hvað ég næ miklu af mér fyrir þann tíma? En jæja hef sagt nóg í bili, sjáumst síðar

10 janúar 2005

Jæja þá er....

skólinn byrjaður. Þetta byrjar ekki gæfusamlega hjá mér, þurfti að fara fyrr heim úr seinasta tíma í dag til að fara með stelpuna til læknis, svo á morgun þarf ég að vera í fríi því ég þarf að fara með stelpuna til læknis í bænum. Jæja ég vona bara að fall sé fara heill. ;) Dagurinn í gær gekk alveg fullkomlega og leit hann svona út.

Morgunmatur: 30g brauð, 25 g 17%feitur ostur, 15g olivio og 1og1/4dl appelsínusafi.
Hádeigismatur: 120g lagsania, vatn, 300g grænmeti, 30 g brauð og 15g olivio.
Miðdeigiskaffi: 30g brauð, 15g olivio og skinka.
Kvöldmatur: 170g bjúgu, 300g grænmeti og grænarbaunir og rauðkál.
Kvöldkaffi: 4dl létt ABmjólk með eplamús búin til úr 2 eplum og þurrkaðri minntu.

Jæja þarf að fara drífa mig í lærdóminn. Sjáumst síðar skvísur.

09 janúar 2005

BARA RÉTT....

að láta vita af mér. Dagurinn í gær fór nú eginlega allur úr skorðum. Var með gesti framm yfir hádeigi og þurfti að vera mætt annarsstaðar kl. 1, þannig að hádeigismaturinn fór fyrir lítið. Svo þegar ég var búin þar þá fór ég strax í afmæli. Reyndi nú að láta kökurnar eiga sig sem gekk bara vel, og borðaði flatkökur í staðinn. Svo kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þannig að dagurin leit svona út.

Morgunmatur: 30g cheerios, 2 dl létt AB mjólk, 1 og 1/4 dl appelsínusafi, 30 g ristað brauð, 1 tsk olivo.

Hádeigismatur : Engin :o(

Kaffi: nokkrar flatkökur með heimatilbúnni kæfu og svo ein bolla

Kvöldmatur: Lagsania 170g, 300g grænmeti og vatn.

Kvöldkaffi: 2dl létt ABmjólk með smá muslí útí.

Jæja ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag. Skjáumst síðar gellur ;)

07 janúar 2005

Jíbbý

Fór í brúðarkjólamátun í dag. Fílaði mig ekki eins og hval, sem var mjög gott. Fann mjög trúlega þann kjól sem ég ætla að gifta mig í, sem var líka mjög gott. Borðaði góðan og hollann mat þó ég væri í Reykjavík, sem var náttúrulega best.
Fór og borðaði hádeigismat á Næstu grösum og hann var bara ógeðslega góður fékk mér svo lítinn subb með grænmeti í svona millimál/kaffi tíma. Drakk svo einn kristal plús og nokkur glös af vatni. En ég er sammála Bryndísi með afeitruninna, löngunin eða réttara sagt minnið er enn til staðar. Maður hugsar kannski "já ég á nammi upp í skáp, best að fá sér smá.... nei alveg rétt nú er ég hætt að borða nammi." Það er ekki enn komin söknuður í ákveðnar tegundir af mat en ég þekki mig og veit að hann á eftir að koma. Þá er bara að vera sterk.

Nú í kvöldmat þá er ég boðin í mat til tengdó og ég ætla að taka með mér grænmeti (300g) og vigtina mína, mér er sama þó hún móðgist hér er líf í húfi!! Ég vil svo þakka ykkur öllum fyrir frábær komment og pepp, ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆRAR! ;o)

06 janúar 2005

NÝJUM ÁRUM FYLGJA NÝIR SIÐIR

Stóð einhverstaðar skrifað. Ég hef gert samning við sjálfan mig eftir sjálfsblekkingu jólanna. Ég ritaði samninginn upp og skrifaði undir hann, vantaði bara löggildinguna. Ég er stollt af samningunum mínum við sjálfan mig... nú er bara að standa við hann.

Ég finn jóla-spikið vella um líkama minn og eftir allt þetta át er geðheilsan eins og...... jhaa eins og hún var áður en ég byrjaði í megrun. Ranghugmyndir geðveikinar varnar mér svefn, ég er óíbúðarhæf. Ég sagði upp og gekk út frá sjálfri mér. Ég hef fengið nóg af "yndisleik jólanna" sem er martröð hverjar offeitar manneskju.

Nýju ári fylgja nýir siðir og mínir verða þeir sömu og þeir voru áður en ég gafst upp fyrir ranghugmyndunum, ég einset mér að léttast um 25 kg á þessu ári í tveim áföngum. 13 kg fyrir brúðkaup og 12 kg eftir brúðkaup og fram að áramótum 2005. Þetta geri ég með mataræðinu mínu skrifuðu upp fyrir mig og eina fyrir mig að gera að fara eftir því. Þetta geri ég með því að fá mér einkaþjálfara í alla vega mánuð. Þetta geri ég með að viðurkenna mig sem fallega, gáfaða og sjálfstæða manneskju. Þetta geri ég með því að bæta tíma inn sem er bara fyrir mig. Þetta geri ég með því að fyrirgefa gamlar syndir og svo að fyrirgefa gömlum skuldunautum. Þetta geri ég með því að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að leyfa mér að verða svona feit. Þetta geri ég með stuðningi minna nánustu.

Ég vona að ég get stutt mig við ykkar stuðning nú sem endranær.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR STELPUR

13 desember 2004

Bahh.....

Jæja þetta próf búið! Efnafræði er ekki mitt fag, það er alveg á hreinu. En ég skilaði mínu og nú er bara að vona og biðja um að ég nái, er búin að fá útur fullt af prófum en ekki því sem ég er hræddust um að hafa fallið í !!!! Þetta stress er að fara með mig og nú er ég komin með flensu ofan í allt ARRRRGGG en jæja bara eitt próf eftir og það er á fimtudaginn, og það verður vonandi frekar létt!!

Allt hitt bara gengur svona einhvernvegin.......vona að ég lifi bara þessa helför af ;o) Er reyndar núna bara að vorkenna sjálfri mér (það er svo gott stundum) en lundin er mikið betri núna en síðast og þó svo að ég sé að fá einvhern kverkaskít þá lýt ég heimin bjartari augum nú. Langar bara að þakka ykkur öllum fyrir stuðning, æðislegt að vita að þið yfirgefið mig ekki. Já og Kristrún knús frá mér til þín og vonandi verður endirin hjá þér jafn farsæll og hjá mér ;o).

Jæja ætla að fara að slappa af og kasta próf-mæðunni

10 desember 2004

Sælar Skvísur!!

Jæja nú er ég á fullu í prófalestri, aðeins tvö próf eftir af 6 en erfiðista prófið er á mánudaginn og ég er svona nett stressuð! Einnig gekk mér alveg hræðilega í Búvélafræðiprófi núna á fimtudaginn og á eftir að sjá hvað kemur út úr því. Er með krossaða putta. Gengur ágætlega að halda vigtinni þokast meira niður en upp sem er gott. Er samt að hugsa um að fá að fara á Reykjalund einhvern tíman á næsta ári, þarf að fá betri kennslu í að halda mér. Er að horfa á vinkonu mína sem var 160 kg komna niður í 110 frá í mars eftir að hún var á Reykjalundi. Er að fara í fyrstu brúðarkjólsmátun 7 jan. hlakka rosalega til, vona samt að ég fari ekki út með móral út af spiki. Ég er komin með nett ógeð á matarmálum, skil engan vegin hvað við erum að gera með þennan óþurfnað sem bragðlaukarnir eru, vildi að það væru engvir þá myndi maður bara éta það sem væri hollt fyrir mann. Eins og rollurnar sem borða bætiefnin sín ef þeim vantar þau. En það þýðir víst lítið að vera að væla eitthvað, bara að spíta í lófanna og halda áfram gegn straumnum. Í fyrsta skipti frá því ég hætti að reykja (komin 2 og 1/2 ár) langaði mig í síkó áðan. Ekki af því að mig langaði eitthvað að reykja heldur af því að meðan ég reykti þá þurfti ég ekki að borða, bara reykti og drakk vatn. Í öllu þessu stressi þá detta varnir líkamans niður, sjúkdómurinn minn sem ég hélt í einfelndni minni að væri hættur að angra mig um aldur og æfi hefur skotið upp kollinum í haust og hef ég verið virkilega slæm núna rétt fyrir próf, er samt enn að þráast við að fara ekki á lyf vegna þess að þau hafa lítið virkað á mig í gegnum tíðina og svo eru þau svo sljófgandi að ég má ekki keyra á þeim. Þetta er flogaveiki sem ég er að tala um. Annar slæmur sjúkdómur sem ég hélt líka að aldrei meir myndi baga mig hefur skotið sér upp það er anorexían sem ég þjáðist af sem unglingur. Finn svona þarfir hjá mér til að sleppa að borða og eins og ég sagði áðan að bara reykja og drekka vatn. Ekki sniðugt, en ég kann að berjast við hann en hinn ræð ég því miður lítið við.

Í einhverju brjáluðu jólahamingjuskapi bauð ég tengdaforeldrunum að vera hjá okkur á aðfangadag. Hélt að tengdamóðir mín myndi rjúka upp til handa og fóta og í sömu hamingju og ég og taka boðinu fegins hendi, það gerði hún ekki. Reyndar var hún bara ekkert hrifin þannig að ég er ekki viss um að þau muni þekkjast boðið, er reyndar pínku fegin, þetta eru eðal fólk en þau eru ansi frábrugðin mér og því sem ég er vön þannig ......? Er reynda voða ósátt við að tengdamóðir mín bað Svein um að fara í fjós á aðfangadagskvöld, það þýðir að ég þurfi að vera ein klukkan 6 með börnum og klæða þau ein og elda matin ein og gera allt ein, fannst einhvern vegin að hann gæti talað um þetta við mig áður en hann sagði flatt út sagt já. En svona er að geta ekki klipt á naflastreinginn og þurfa að gera allt fyrir múttu (meira að segja að búa hjá henni eftir að maður er komin með konu og börn?!)

Er rosalega sveiflukend þessa dagana, er samt að berjast við að halda mér réttu meginn við strikið, eins og maðurinn sagði. Samt get ekki leynt því að það eru að læðast að manni hugsanir sem öllu jöfnu maður blæs á í góðu jafnvægi, en núna er erfiðara að ráða við þær. Maður getur víst ekki verið í eilífðri hamingju og búist við að lífið gangi án þess að maður finni fyrir því. Það getur nefnilega veitt manni mikla hamingju en ef maður fær ekki smá súrt með þessu sæta, þá vissi maður aldrei hversu gott þetta sæta væri ;)

Jæja ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili. Bið að heilsa ykkur krúttur ;)