06 janúar 2005

NÝJUM ÁRUM FYLGJA NÝIR SIÐIR

Stóð einhverstaðar skrifað. Ég hef gert samning við sjálfan mig eftir sjálfsblekkingu jólanna. Ég ritaði samninginn upp og skrifaði undir hann, vantaði bara löggildinguna. Ég er stollt af samningunum mínum við sjálfan mig... nú er bara að standa við hann.

Ég finn jóla-spikið vella um líkama minn og eftir allt þetta át er geðheilsan eins og...... jhaa eins og hún var áður en ég byrjaði í megrun. Ranghugmyndir geðveikinar varnar mér svefn, ég er óíbúðarhæf. Ég sagði upp og gekk út frá sjálfri mér. Ég hef fengið nóg af "yndisleik jólanna" sem er martröð hverjar offeitar manneskju.

Nýju ári fylgja nýir siðir og mínir verða þeir sömu og þeir voru áður en ég gafst upp fyrir ranghugmyndunum, ég einset mér að léttast um 25 kg á þessu ári í tveim áföngum. 13 kg fyrir brúðkaup og 12 kg eftir brúðkaup og fram að áramótum 2005. Þetta geri ég með mataræðinu mínu skrifuðu upp fyrir mig og eina fyrir mig að gera að fara eftir því. Þetta geri ég með því að fá mér einkaþjálfara í alla vega mánuð. Þetta geri ég með að viðurkenna mig sem fallega, gáfaða og sjálfstæða manneskju. Þetta geri ég með því að bæta tíma inn sem er bara fyrir mig. Þetta geri ég með því að fyrirgefa gamlar syndir og svo að fyrirgefa gömlum skuldunautum. Þetta geri ég með því að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að leyfa mér að verða svona feit. Þetta geri ég með stuðningi minna nánustu.

Ég vona að ég get stutt mig við ykkar stuðning nú sem endranær.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR STELPUR

4 Tjáðu sig:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár... já frábært að sjá að þú ert á lífi... og þú ættir alveg að geta náð þessum markmiðum þínum með þessum nýju siðum :) Vertu nú dugleg að leyfa okkkur að fylgjast með þér svo að við getum stutt þig :)
kv, eg_get

6. janúar 2005 kl. 18:20  
Blogger Lilja sagði...

Þetta er rosalega gott hjá þér Olla, frábært markmið og góðar pælingar. Líka svo gaman að sjá þig blogga oftar, hef sko mikið saknað þín í bloggpásunum þínum ;)

6. janúar 2005 kl. 20:08  
Blogger gerrit sagði...

Til hamingju með nýja samninginn. Gangi þér ævinlega vel í nýjum lífsstíl.

7. janúar 2005 kl. 12:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jesss Olla er komin til baka!! Mikið er það nú gaman, gangi þér vel í baráttunni.

Kv Súper S

8. janúar 2005 kl. 10:43  

Skrifa ummæli

aftur heim

|