07 janúar 2005

Jíbbý

Fór í brúðarkjólamátun í dag. Fílaði mig ekki eins og hval, sem var mjög gott. Fann mjög trúlega þann kjól sem ég ætla að gifta mig í, sem var líka mjög gott. Borðaði góðan og hollann mat þó ég væri í Reykjavík, sem var náttúrulega best.
Fór og borðaði hádeigismat á Næstu grösum og hann var bara ógeðslega góður fékk mér svo lítinn subb með grænmeti í svona millimál/kaffi tíma. Drakk svo einn kristal plús og nokkur glös af vatni. En ég er sammála Bryndísi með afeitruninna, löngunin eða réttara sagt minnið er enn til staðar. Maður hugsar kannski "já ég á nammi upp í skáp, best að fá sér smá.... nei alveg rétt nú er ég hætt að borða nammi." Það er ekki enn komin söknuður í ákveðnar tegundir af mat en ég þekki mig og veit að hann á eftir að koma. Þá er bara að vera sterk.

Nú í kvöldmat þá er ég boðin í mat til tengdó og ég ætla að taka með mér grænmeti (300g) og vigtina mína, mér er sama þó hún móðgist hér er líf í húfi!! Ég vil svo þakka ykkur öllum fyrir frábær komment og pepp, ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆRAR! ;o)

2 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Þú ert sko líka frábær ;) Æðislegt að brúðarkjólamátunin gekk vel, það er sko munur að fíla sig ekki spikfeita ;) Flott hjá þér að taka bara með grænmeti til tengdó ;)

8. janúar 2005 kl. 15:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hún getur ekkert móðgast :) Vertu bara stolt af þér enda varstu dugleg í dag að fá þér hollan mat ;)
kv, eg_get

8. janúar 2005 kl. 17:11  

Skrifa ummæli

aftur heim

|