10 desember 2004

Sælar Skvísur!!

Jæja nú er ég á fullu í prófalestri, aðeins tvö próf eftir af 6 en erfiðista prófið er á mánudaginn og ég er svona nett stressuð! Einnig gekk mér alveg hræðilega í Búvélafræðiprófi núna á fimtudaginn og á eftir að sjá hvað kemur út úr því. Er með krossaða putta. Gengur ágætlega að halda vigtinni þokast meira niður en upp sem er gott. Er samt að hugsa um að fá að fara á Reykjalund einhvern tíman á næsta ári, þarf að fá betri kennslu í að halda mér. Er að horfa á vinkonu mína sem var 160 kg komna niður í 110 frá í mars eftir að hún var á Reykjalundi. Er að fara í fyrstu brúðarkjólsmátun 7 jan. hlakka rosalega til, vona samt að ég fari ekki út með móral út af spiki. Ég er komin með nett ógeð á matarmálum, skil engan vegin hvað við erum að gera með þennan óþurfnað sem bragðlaukarnir eru, vildi að það væru engvir þá myndi maður bara éta það sem væri hollt fyrir mann. Eins og rollurnar sem borða bætiefnin sín ef þeim vantar þau. En það þýðir víst lítið að vera að væla eitthvað, bara að spíta í lófanna og halda áfram gegn straumnum. Í fyrsta skipti frá því ég hætti að reykja (komin 2 og 1/2 ár) langaði mig í síkó áðan. Ekki af því að mig langaði eitthvað að reykja heldur af því að meðan ég reykti þá þurfti ég ekki að borða, bara reykti og drakk vatn. Í öllu þessu stressi þá detta varnir líkamans niður, sjúkdómurinn minn sem ég hélt í einfelndni minni að væri hættur að angra mig um aldur og æfi hefur skotið upp kollinum í haust og hef ég verið virkilega slæm núna rétt fyrir próf, er samt enn að þráast við að fara ekki á lyf vegna þess að þau hafa lítið virkað á mig í gegnum tíðina og svo eru þau svo sljófgandi að ég má ekki keyra á þeim. Þetta er flogaveiki sem ég er að tala um. Annar slæmur sjúkdómur sem ég hélt líka að aldrei meir myndi baga mig hefur skotið sér upp það er anorexían sem ég þjáðist af sem unglingur. Finn svona þarfir hjá mér til að sleppa að borða og eins og ég sagði áðan að bara reykja og drekka vatn. Ekki sniðugt, en ég kann að berjast við hann en hinn ræð ég því miður lítið við.

Í einhverju brjáluðu jólahamingjuskapi bauð ég tengdaforeldrunum að vera hjá okkur á aðfangadag. Hélt að tengdamóðir mín myndi rjúka upp til handa og fóta og í sömu hamingju og ég og taka boðinu fegins hendi, það gerði hún ekki. Reyndar var hún bara ekkert hrifin þannig að ég er ekki viss um að þau muni þekkjast boðið, er reyndar pínku fegin, þetta eru eðal fólk en þau eru ansi frábrugðin mér og því sem ég er vön þannig ......? Er reynda voða ósátt við að tengdamóðir mín bað Svein um að fara í fjós á aðfangadagskvöld, það þýðir að ég þurfi að vera ein klukkan 6 með börnum og klæða þau ein og elda matin ein og gera allt ein, fannst einhvern vegin að hann gæti talað um þetta við mig áður en hann sagði flatt út sagt já. En svona er að geta ekki klipt á naflastreinginn og þurfa að gera allt fyrir múttu (meira að segja að búa hjá henni eftir að maður er komin með konu og börn?!)

Er rosalega sveiflukend þessa dagana, er samt að berjast við að halda mér réttu meginn við strikið, eins og maðurinn sagði. Samt get ekki leynt því að það eru að læðast að manni hugsanir sem öllu jöfnu maður blæs á í góðu jafnvægi, en núna er erfiðara að ráða við þær. Maður getur víst ekki verið í eilífðri hamingju og búist við að lífið gangi án þess að maður finni fyrir því. Það getur nefnilega veitt manni mikla hamingju en ef maður fær ekki smá súrt með þessu sæta, þá vissi maður aldrei hversu gott þetta sæta væri ;)

Jæja ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili. Bið að heilsa ykkur krúttur ;)

7 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Alltaf gott að heyra í þér Olla mín, það eru greinilega miklar pælingar og tilfinningar sem berjast í þér núna. Hvernig er þetta með flogaveikina, máttu í raun keyra ef þú ert EKKI á lyfjum við henni? Eru ekki ti einhver lyf sem gera þig ekki sljóa? Það er aldrei auðvelt að vera með krónískan sjúkdóm, en það þarf víst einhvernvegin að læra að lifa með honum. Ja eða sjúkdóma, þú ert víst að berjast við fleiri en einn. Gott samt að þú gerir þér grein fyrir að anorexían er að læðupúkst þarna, þú þekkir hana og kannt að bregðast við henni. En ég trúi ekki öðru en að þetta sé allt saman svolítil afleiðing af því hvað það er mikið álag og stress á þér þessa dagana, þannig að vonandi lagast þetta nú þegar þú getur farið að slaka aðeins á.

Skil vel að þú sért svekkt yfir aðfangadeginum og fjósaferðum þá. Beljurnar bíða víst ekki, en ég er alveg sammála að maðurinn þinn hefði mátt bera þetta undir þig fyrst, og kannski hefðu tengdó bara átt að sjá sóma sinn í að biðja hann ekkert um það, mann með konu og tvö lítil börn.

En gangi þér bara vel í prófunum Olla mín, þú ert dugnaðarforkur. Njóttu svo jólanna og slappaðu vel af. Mér finnst þú ofboðslega dugleg að geta haldið þyngdinni og að hún fari frekar niður en upp, og jafnframt finnst mér þú ofboðsleg hetja að láta ekki anorexíuna ná tökum á þér aftur.

Klettaknús frá mér ;)

10. desember 2004 kl. 14:31  
Blogger Dagný sagði...

Sendi þér baráttuhugsanir Olla. Vonandi að þér gangi vel í prófunum og það birti til hjá þér. Ég get allveg mælt með Reykjalundi. Var þar fyrir 2 árum, reyndar á geðsviðinu en ekki fitubolludeildinni. Er einmitt að bíða eftir því að komast að hjá þeim. Ætla þá að taka sálina og kroppin í gegn, svona slá tvær flugur í einu höggi:)

10. desember 2004 kl. 14:47  
Blogger gerrit sagði...

Gott að heyra frá þér, og mín samúð er með þér vegna flogaveikinnar, hlýtur að vera erfitt að drattast með hana í gegnum lífið. Þú hljómar sem mjög dugleg manneskja og ég tek hattinn ofan af fyrir þér.
Dugleg þessi 160kg vinkona þín að vera búin að losa sig við 50kg.
Ég vona að þú eigir ánægjulegan aðfangadag og að þú og bóndinn geti átt saman fína stund að loknum fjósastörfum.

11. desember 2004 kl. 10:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Baráttukveðjur til þín elskan mín. Þú ert dugnaðarforkur og ég alveg dáist að þér og hef fulla trú á þér.
Reyndu svo bara að slaka á og njóta jólanna, það hjálpar þér vonandi að ná þér betur á strik. Sendi fullt af góðum hugsunum héðan að norðan og vona að þær nái til þín. ;)
(Kristrún)

11. desember 2004 kl. 12:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Baráttukveðjur til þín elskan mín. Þú ert dugnaðarforkur og ég alveg dáist að þér og hef fulla trú á þér.
Reyndu svo bara að slaka á og njóta jólanna, það hjálpar þér vonandi að ná þér betur á strik. Sendi fullt af góðum hugsunum héðan að norðan og vona að þær nái til þín. ;)
(Kristrún)

11. desember 2004 kl. 12:12  
Blogger Ólöf María sagði...

Guð hvað ég er heppin að eiga ykkur, frábæru, duglegu vinkonu mínar. Ég er hrærð yfir fallegum orðum, þakka ykkkur öllum fyrir. Þetta var mér mikils virði.

11. desember 2004 kl. 13:04  
Blogger Ágústa sagði...

Leiðinlegt að heyra hvað þér líður illa núna Olla :( Skil þig svo vel að vera svekkt út í tengdamúttu þína. Ég vona innilega að þetta fari allt á besta veg og þú eigir ánægjulega jólahátíð í faðmi fjölskyldunnar, afslöppuð og ánægð - þú átt það svo skilið, þú ert búin að vera svo ótrúlega dugleg :)

You go girl...

12. desember 2004 kl. 22:48  

Skrifa ummæli

aftur heim

|