01 september 2004

Vóv

Byrjaði í skólanum í dag. Úff það var sko labbað, það er svo langt á milli kensluhúsa þarna á Hvanneyri að ég labbaði örugglega svona 6, 7 kílómetra. Annars eru allir í mötuneytinu sem eru þarna og ég sú eina sem er ekki í hádeigismat, skar mig heldur betur út með nestisboxið og gat því auðvita lítið borðað. Veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu, kannski fer ég bara heim í mat, eða kaupi bara hádeigismat. Reyndar virtist grænmeti ekki vera ofarlega á matseðli hjá þessum blessuðu konum sem elduðu þarna. Jæja alla vega hér er matardagskráin í gær.

  • 30 g ristað brauð 25 g ostur, 15 g olivio, vatn og vitamín.
  • 300 g grænmeti, 80 g fiskur í rjómasósu, ristað brauð 30 g, 15 g olivio, vatn.
  • 30 g brauðsenið, 15 g olivio, kaffi með mjólk og 15 g sykurlaus sulta.
  • 1 Banani
  • 300 g grænmeti, 170 g nautahakk, vatn.

Jæja verð að fara að læra, sé ykkur síðar c",)

3 Tjáðu sig:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Kannski er hægt að fá grænmeti með matnum ef þú segist vera á sérfæði :) Það má alltaf spyrja að því ;) Ég myndi ekki vilja skera mig úr þegar ég væri að byrja í nýjum skóla hehehe... en fólk er misjafnt :D
kv, eg_get

2. september 2004 kl. 08:32  
Blogger gerrit sagði...

Endilega ekki pukrast með matarboxið þitt - allir hér í vinnunni hjá mér sem eru í ofurþyngd eru farnir að biðja um ráðlegginar - ég og þú eru gangandi dæmi um velgengni í breyttu mataræði - maður á ekki að gefa sig fjöldanum á vald.

2. september 2004 kl. 13:56  
Blogger Lilja sagði...

Blessuð vertu bara stolt af þínu matarboxi og hvað þú ert staðföst :D

2. september 2004 kl. 16:49  

Skrifa ummæli

aftur heim

|