04 september 2004

Ógeðslega mikið að gera, ógeðslega mikið sukk.

Nei kannski ekki alveg rétt að það hafi verið mikið sukk. En það er búið að vera ógeðslega mikið að gera, og ég sé það alveg af hverju fólk fitnar meðan það er í skóla. Ekki fitnar það á skóla tíma en þegar heim kemur lúið og heilinn yfirbrunninn af fróðleik þá verður maður sko svangur. Ég hef nú ekkert verið að svindla en í gærkvöldi þá pantaði ég pizzu fyrir karlinn og krakkana og ég gat nú ekki staðist það og át á mig gat og er að borga fyrir það núna með því að vera illt í maganum. Dreymti svo í alla nótt að ég væri að stíga á vigt og ég vóg 200 kg. Ég ákvað að vera í mötuneytinu og þá tvo daga sem ég hef borðað þar var boðið upp á mikið grænmeti svo þetta verður vonandi allt í lagi. En matardagskráin verður ekki talin upp fyrr en á morgun. Bara svona að láta ykkur vita að ég er á lífi og vigtin er á niður leið :Þ

1 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Þetta var nú ekkert hræðilegt sukk ;) Á meðan vigtin er á niðurleið er þetta nú í góðu lagi.

5. september 2004 kl. 15:46  

Skrifa ummæli

aftur heim

|