29 ágúst 2004

Enn þá fækka kílóunum

Já haldiði bara ekki að kílónum sé enn að fækka hjá mér. Steig á viktoríuna mína í morgun og hún sagði 87 slétt þannig að nú eru farin 1,8 kg síðan á þriðjudag, nokkuð gott sko. Ég er að fíla mig úber mjóa og glápi á mig í speiglinum daginn út og daginn inn. Fór til Reykjavíkur í gær til að kaupa skóladót því nú fer skólinn bara alveg að byrja hjá mér. Fékk mér svo að borða hjá honum Yngvari hennar Bryndísar ummm og maturinn var alveg jafn góður og mig minnti, reyndar "sukkaði" smá þar því ég fékk mér tvær brauðsneiðar í stað einnar, kenni Bryndísi alfarið um fyrir að bjóða upp á svona hrikalega gott brauð :þ En svona var nú dagurinn í gær hjá mér.

  • 30 g muslí, 30 g brauð, 15 g olivio, 2 dl létt AB mjólk, vatn og vítamín.
  • Salat á salatbarnum, nokkrar kjötbollur, 2 brauðsneiðar, smá salatdressing og vatn
  • 30 g af heilhveitskonsu, 15 g olivio, kaffi með mjólk
  • 150 g lambasteik, 300g grænmeti, villibráðasósa með sveppum og vatn.
  • jurtate með fáeinum dropum af sætuefni (af því að ég var að drepast úr nammi þörf)

Bara flott sko. Er rosalega ánægð hvað þetta gengur vel hjá mér. Ég er ekki viss um að ég gæti þetta nema ef væri ekki fyrir ykkur dúllurnar mínar. Er alvarlega að spá í að skipuleggja annan hitting. Var sko að spá ég á nefnilega afmæli 9 okt. að bjóða ykkur þá í heimsókn hingað í sveitina til mín. Hvernig lýst ykkur á það? En jæja verð víst að fara koma steikinni á borð fyrir karlanna mína, sjáumst síðar.

3 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Þú ert sko alveg frábær, enda líturu rosalega vel út ;) Já, það er sko ekkert smá gott brauðið þarna á Salatbarnum, og bara rosa góður maturinn.

Mikið væri ég nú til í að koma í afmæli til þín, buhuhu.

29. ágúst 2004 kl. 15:27  
Blogger Ólöf María sagði...

Ohh takk Lilja mín, já segði ég væri sko meira en til að þú gætir komið. Geturu ekki bara hoppað upp í næstu vél, eða bara farið á puttanum hehe :þ

29. ágúst 2004 kl. 18:23  
Blogger Lilja sagði...

Haha, spurning hvernig það myndi ganga að fara á puttanum ;)

29. ágúst 2004 kl. 23:52  

Skrifa ummæli

aftur heim

|