30 ágúst 2004

Allt við það sama

Jæja jæja, allt er við það sama hjá mér. Borða rétt og lýður vel, er reyndar soldið óþolinmóð vildi óska að þetta myndi ganga bara einn, tveir og sjö, en það er víst ekki þannig. Skólinn nálgast og ég er enn að gera það upp við mig hvort ég eigi að vera í mötuneytinu í hádeigismat eða hvort ég eigi að taka með mér minn eigin mat. Kannski er það bara best, ég er nú svo feimin og spéhrædd að ég sé mig ekki fyrir mér með vigtina á lofti inn í matsal að vigta hádeigismatinn. Búin að komast að því að ég þekki engan í þessum skóla fyrir utan einn strák sem ég kannast við hér ofan úr sveitum. Það finnst mér betra, að einginn þekkir mig meina ég, því mér finnst alltaf betra að labba inn í hóp og láta hvern og einn dæma fyrir sig hvernig þeim hinum sama finnst ég, í staðin fyrir að vera með eitthvað gamalt sem ég gerði kannski fyrir hundrað árum sem mér dytti ekki hug að gera í dag (ég var nefnilega soldið tryppi þegar ég var unglingur). Þess vegna fannst mér svo mikið æði að hitta ykkur því ég á ekki marga vini sem þekkja mig í dag, eftir að ég fór að eiga börn og svona, flestir þekkja mig úr skóla eða frá vertíðatímabilinu mínu og ég get með sanni sagt að það eru tvær mismunandi manneskjur, ég þá og ég nú. En nóg um það, svona var gærdagurinn.

  • 30 g ristaðbrauð, 15 g olivio, 25 g ostur, vatn og vítamín
  • 300 g grænmeti, 110 g bjúga, vatn
  • 30 g ristað brauð með 15 g olivio og 15 g af sykurlausi sultu. Kaffi með mjólk
  • 300 g grænmeti, 170 g svínakjöt í sósu, vatn
  • 4 dl létt AB mjólk með örlítið af musli og einnum banana.

Jæja svona var gær dagurinn bara alveg fínn, fyrir kannski utan þetta smá muslí í gærkvöldi. Bakaði lummur í gær af því að við vorum með mann í vinnu, og O M G var mín freistað úff ég átti bágt með mig stalst til að smakka hálfan bita, en svo var ég heppin að fá vinkonu mína í heimsókn með litlu systur sinni og þær kláruðu lummurnar fyrir mig hjúkk. Jæja þetta er komið ágætt í bili. Við sjáumst síðar c",)

7 Tjáðu sig:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert ótrúlega dugleg! gangi þér áfram vel! :)

30. ágúst 2004 kl. 11:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjóstu til þessa sykurlausu sultu? ef ekki hvernig sulta er þetta og hvar fæst hún? Steikiru grænmetið upp úr olíu þegar þú færð þér léttsteikt grænmeti?
kv, eg_get

30. ágúst 2004 kl. 11:31  
Blogger Ólöf María sagði...

Jamms ég steiki það upp úr olíu. Finnst það einfaldlega betra. Sultan fæst í öllum búðum held ég bara og heitir ST. DALFOUR og er í svona háum og mjóum krukkum. Við meigum (í DDV) borða þrjár teskeiðar á dag af henni. Hún er svaka góð á ristað brauð :)

30. ágúst 2004 kl. 14:43  
Blogger Hildur sagði...

Æj þú ert svo dugleg. Bara snilld.
Ég skil þig rosalega vel með að koma inn og enginn þekkir mann og allir geta dæmt fyrir sig en ekki með hljálp annarra. Nákvæmlega þess vegna ma. sem ég fíla mig svona vel hér í Danaveldinu.

30. ágúst 2004 kl. 17:55  
Blogger Lilja sagði...

Í hvaða skóla ertu að fara? Varstu búin að segja frá því, er ég bara alveg gaga? En þú ert sko svakalega dugleg og ég skil þig nú mjög vel að vilja bara að kílóin fari 1, 2 og 7 ;)

30. ágúst 2004 kl. 19:39  
Blogger gerrit sagði...

Ég tek minn mat með mér vigtaðan og mældan, spara mér þannig störur og spurningar. Er stolt af dugnaðinum í þér

30. ágúst 2004 kl. 22:23  
Blogger Ólöf María sagði...

Lilja ég er að fara í Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri (þetta er víst formlega heitið á honum)

31. ágúst 2004 kl. 11:19  

Skrifa ummæli

aftur heim

|