31 ágúst 2004

Áfram, áfram vaskir menn

Já og konur líka... en það er nú ekki það sem ég vildi sagt hafa. Allt gengur sinn vana gang, féll örlítið í freisni í gær. Var með kartöflumús með matnum og fékk mér smá. Má reyndar borða hundrað grömm af kartöflum á dag en þá verð ég að sleppa síðdeigisbrauðsneiðinni minni og er ekki alveg til í það. Vigtaði mig í morgun, reyndar kökkuð af bjúg, hef örugglega ekki verið nógu dugleg í AB mjólkinni í gær og sýndi viktorían mín 87 slétt, sem sagt 1,8 kg farið þessa vikuna, var reyndar að vona að ég næði tveim en kommon maður á ekki að léttast svona hratt. Er að hugsa um að vigta mig vikulega og geyma vigtina inn í skáp á milli, þá sér maður líka meiri árangur. En nóg um það svona var matseðillinn hjá mér í gær.

  • 30 g ristuð brauðsneið, 2 dl létt AB mjólk, 15 g olivio, 15 g sykurlaus sulta 30 g muslí, vatn og vítamín.
  • 300 g pönnu steikt grænmeti, 120 g nautahakk, 30 g ristuðbrauðsneið, vatn.
  • 30 g brauð, 15 g olivio, 15 sykurlaus sulta, 2 kaffibollar með mjólk.
  • 140 g grísa gúllas, 300 g grænmeti (bæði ferskt og á pönnu) 2 matskeiðar kartöflumús, súrsæt Unckel Bens sósa og vatn.

Jæja alveg ágætur dagur bara, fyrir kannski utan kartöflumúsina, en jæja þýðir lítið að gráta það eftir á. Verð að segja ykkur soldið skemmtilegt, á inní skáp gamlar gallabuxur af mér síðan af "fitu tímabilinu" eftir fyrsta barnið mitt. Þær eru númer 36 og ég hef ekki komist í þær í 2 ár, ég prófaði þær að ganni áðan og viti menn ég kom mér í þær og með því að leggjast á bakið gat ég hnept þeim!!! Ég meina keppurinn sem var fyrir ofan streng var hrykalega stór en ég kom þeim þó upp! Þetta var mikill sigur fyrir mig og hvetur mig ótrúlega mikið áfram. Vona bara að þær verði passlegar fljótlega og kannski einn daginn verða þær eins og þær voru á mér á tímabili þ.e. ég þurfti ekki að hneppa frá til að fara í þær og úr þeim. c',)

5 Tjáðu sig:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú stendur þig svo vel... 1,8 kg er frábær árangur... ég vona að ég léttist svona hratt eins og þú :D
En má borða súrsæta sósu???
kv, eg_get

31. ágúst 2004 kl. 12:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er frábært hjá, gengur bara mjög vel!!! :)

kv. 75kg

31. ágúst 2004 kl. 13:32  
Blogger Ólöf María sagði...

Já það held ég. Ég geri það alla vega :Þ

31. ágúst 2004 kl. 13:32  
Blogger Lilja sagði...

Þú ert alveg svakalega dugleg. Glæsilegt hjá þér að troða þér í buxurnar, híhí. Þó maður færi nú ekki að ganga í þeim svona þá einmitt hvetur það mann svo áfram að bara komast í þær. Og spáðu hvernig það verður þegar nokkur kíló enn eru farin og þú mátar þær aftur, jíha :D

31. ágúst 2004 kl. 22:14  
Blogger gerrit sagði...

Til hamingju með 1.8kg - frábær árangur. Ég væri sjálf voða ánægð með að léttast svona mikið á viku.
Það er æðislegt þegar maður fer að passa í föt sem voru orðin of lítil á mann

1. september 2004 kl. 09:18  

Skrifa ummæli

aftur heim

|