23 ágúst 2004

Þá skal tekið á því

Jæja stelpur nú skal brett upp ermar og tekið all hressilega á því. Ég er búin að sukka einsog ther´s no to morrow alla þessa helgi og nú ætla ég mér að vera bara hörð sko. Ég stefni á það að vera orðin 80 kg á afmælisdaginn minn sem er 9 okt. Það þýðir að ég hef 7 vikur og það þýðir að ég þarf að léttast um rúmt kíló á viku. Ansi tæpt ég veit en það sakar ekki að reyna. Og nú þegar skólinn fer alveg að byrja hjá mér þá held ég að hann eigi eftir að hjálpa mér heilmikið, ég meina ég sit ekki heima og ét ef ég er í skólanum ;) En alla vega þá ætla ég að fara svona að því að ná þessum rúmum 8 kg af mér.

  1. Ég ætla að fylgja af nákvæmni leiðbeiningunum af kúrnum mínum, vigta allt og mæla sem ofan í mig fer og þess háttar.
  2. Ég ætla að hjóla annan hvern dag á fastandi maga um morgun.
  3. Láta mér lýða vel og hafa gaman af lífinu
  4. Ekki hugsa um þá hluti sem ég er að missa af með því að borða rétt, heldur um alla þá hluti sem ég græði.
  5. Skrifa allt niður sem ofan í mig fer.

Er þetta ekki bara nokkuð sneddý hjá mér? Ef ykkur dettur eitthvað snjallt í hug í sambandi við þetta þá endilega látið mig vita. Þannig að ef ég er ekki að standa mig í að skila ykkur matseðlinum þá bara rukka um hann :o)

1 Tjáðu sig:

Blogger Hildur sagði...

Þetta er algjör snilld hjá þér stelpa...Líst rosalega vel á planið. Gangi þér vel

24. ágúst 2004 kl. 11:22  

Skrifa ummæli

aftur heim

|