25 ágúst 2004

Og áfram heldur velgengin

Flottur dagur hjá mér í gær, var reyndar að drepast úr nasl þörf í gærkvöldi enda fékk ég ekki mjög góðar fréttir af mömmu minni. Hún er sem sagt komin inn á spítala með eitthvert mein í höfði, vonandi að það fari allt vel, en ég sem sagt þurfti smá huggun og veitt mér hana, ég fékk mér 3 dl af AB mjólk með smá muslí út í. Allt í lagi með Ab mjólkina enda er hún á matseðlinum en kannski ekki nógu gott með muslíið..... En ég læt svona smáatriði ekkert aftra mér. Svona hljóðaði matrdagskráin í gær

  • 30 g af ristuðu brauði með 15 g af olivio og 25 g af osti, 1 1/4 dl appelsínusafi og vatn.
  • 120 g af nautahakki (8-12% fita) 30 g af ristaðri beyglu (með laukbragði namm) 300 g pönnusteikt grænmeti, vatn.
  • 30 g af grófu brauði með létt smurosti 15 g 2 kaffibollar með mjólk
  • 1 dl af létt AB mjólk og 20 g af ný tíndum bláberjum.
  • 140 g af niðursneiddi og pönnusteiktri bæon (kann ekki að skrifa það) skinku, 300 g pönnusteikt grænmeti, kantarel sósa með sveppum og vatn.
  • 3 dl létt AB mjólk með örlitlu muslí.

Svona var nú dagurinn í gær, alveg þokkalegur. Ég borðaði fullt af góðum mat og var aldrei svöng. Stundum þá stend ég mig að því að efast um það að ég geti lést af öllum þessum mat, en raunin er sú að ég léttist ég hef reynt það og það mun halda áfram.

Jæja skvísur læt þetta gott í dag, enda þarf ég að fara að slægja fiskinn sem komu í netin okkar í morgun, sé ykkur á morgun! Tchjá

2 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Já, ég verð bara að taka mig vel á ef þú átt ekki að ná mér, haha ;)

25. ágúst 2004 kl. 19:40  
Blogger Lilja sagði...

Æ gleymdi að segja að það er leitt að heyra þetta með mömmu þína. Vonandi fer þetta allt vel.

25. ágúst 2004 kl. 20:03  

Skrifa ummæli

aftur heim

|