27 ágúst 2004

Lax, lax, lax og aftur lax.

Skellti mér í laxveiði í gær eins og fín frú. Foreldrar mínir og já reyndar tengdaforeldrar líka eiga land að Norðurá og Gljúfurá hér í Borgarfirði. Mamma er veiðivarða (kvk orð af vörður) í Gljúfurá og dagurinn í gær var laus þannig að við skelltum okkur, ég, mamma, Sveinn og börnin. Við veiddum reyndar ekkert þó við væru að í 4 tíma, en mikið ógeðslega var þetta gaman, ég get alveg séð af hverju fólk er með svona veiðidellu. Síðan reyndar eftir að við komum heim þá fórum við að vitja um netin okkar, voru voða ísí á því því það veiðist sjaldan á dagsflóði, en viti menn það voru 3 fiskar í öðru netinu helv. gott. Svo voru 7 í morgun þannig að allt í allt erum við búin að veiða 14 silunga sem er af þessari vertíð. Jæja nóg um það, svona var matardagskráin í gær hjá mér.

  • 30 g ristaðbrauð með 15 g af olivio og papriku, 1 1/4 dl appelsínusafi, vatn og vítamín
  • 120 g fiskur, 300 g pönnusteikt grænmeti, 30 g brauð með 15 g af olivio, vatn
  • 30 g ristuð brauðsneið með 15 g L&L og gúrku og tómötum, kaffi með mjólk
  • 300 g pönnusteikt grænmeti, 120 skinka, 2 tsk létt hamborgara sósa, vatn

Svona var nú gærdagurinn. Ég er eginlega búin að komast að því að ef ég borða létt AB mjólkina eins og ég á nú víst að gera þá hef ég minni bjúg daginn eftir. Furðulegt. En jæja má ekkert vera að þessu, sé ykkur seinna og takk fyrir allt peppið. :o)

1 Tjáðu sig:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehe, já ég fékk einu sinni snert af veiðidellu þegar ég fór á einhvern svona fjölskyldudag í Hvammsvík og prófaði að veiða smá. Fékk reynar engan fisk og hef aðeins einu sinni kastað stöng eftir þetta, hehe.

27. ágúst 2004 kl. 18:53  

Skrifa ummæli

aftur heim

|