26 ágúst 2004

JÍBBÝ

Lofaði sjálfri mér að ég skildi ekki ver að stíga á vigtina en bara varð í morgun og viti menn, þegar ég byrjaði í þessu extra átaki þá hljóðaði kílóatalan upp á 88,8 en er núna 87,4 aðeins 4 dögum seinna!! Veit að þetta getur verið dagsformið og bla bla en ég ætla samt að njóta sigursins í smá stund :o) Annars hljóðaði gærdagurinn svona ahhhhhhh nei djók, er í fimmaurabrandara stuði hehe

  • 30g muslí, 30 g ristað brauð,1 1/4 dl appelsínusafi, 15 g olivio, 15 g ósykruð sulta, 2 dl létt AB mjólk, vatn og vítamín
  • 300 g grænmeti og 100 g ný veiddur silungur með edik og 15 g af olivio, 30 g ristuð brauðsneið, vatn
  • 30 g ristað brauð, 3 kaffi bollar með mjólk og 15 g olivio
  • 160 g nautahakk, 300 g pönnusteiktgrænmeti, vatn
  • 45 vínber.

Bara þokkalega góður dagur. Er svakalega ánægð með mig núna sko er bara að vona að ég haldi áfram að vera svona jákvæð því ég veit að þá á þetta eftir að rokganga hjá mér. Sleppti því reyndar að hjóla í morgun, fór nefnilega að vitja um silunganetin okkar og var svo hrottalega svöng þegar ég kom heim. Þannig að ég frestaði hjólaferðinni til morguns því þá ætlar karlinn að vitja um. Sé ykkur síðar, og verið nú endilega duglegar að kommenta hjá mér, það er mér svo mikil hvatning að sjá að einhver fylgist með. :þ


2 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Fráááábært hjá þér :D Til hamingju með árangur erfiðisins.

26. ágúst 2004 kl. 15:35  
Blogger Hildur sagði...

Frábært hjá þér. Þú ert að standa þig rosalega vel. Nærð þessu af þér áður en þú veist af

27. ágúst 2004 kl. 08:07  

Skrifa ummæli

aftur heim

|