24 ágúst 2004

Það byrjar vel

Jæja það byrjar af krafti þetta extra átak mitt. Ég hjólaði á fastandi maga í morgun í 20 mínútur og hlustaði á Villa vill með, yndislegt alveg. Fór svo og borðaði morgunmat sem saman stóð af ristuðu brauði (30g) og osti (25g) og appelsínusafa (1 1/4 dl) og vatni. Í gær borðaði ég eftir farandi

  • 30 g af ristuðubrauði, 1 1/4 appelsínusafa
  • 120 g fisk eldaðan í ofni með hvítlauksrjómasósu, 300g bakaðir tómatar, 30g rúgbrauð og vatn
  • 30g ristuð brauðsneið með 15g olivio og tómat, 3 kaffi bollar með mjólk
  • 110g af svínasnidsel steiktu á pönnu, 300 g pönnusteikt grænmeti, ferskt salad, villibráðarsósa með pönnusteiktum sveppum og vatn.

Svona var nú gærdagurinn, alveg bærilegur bara. Er reyndar að gera upp við mig hvort ég eigi að fara að borða ávextina aftur (á að borða 4 á dag) og mjólkin ( á að nota 8 dl af létt AB mjólk) gæti verið gott að nota hvort um sig milli mála. Reyndar gerði ég það alltaf að laga svona boost úr AB mjólkinni og ávöxtunum og drakk það á kvöldin, þannig vandi ég mig af kvöld naslinu mínu. Jæja best að fara að elda hádeigismatinn, vona að dagurinn í dag verði jafn góður, ég er ákveðin að gera mitt besta svo svo meigi verða ;o)


0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|