22 júní 2004

Gengur vel



Já það gengur bara ljómandi vel núna hjá mér. Fór tvisvar út að labba í gær fyrst með barnavagninn og svo bara ég ein í gærkvöldi. Reyni að haldi mig sem mest í vatninu og þamba það eins og ég get. Er svo búin að fara í göngutúr í dag með barnavagninn og kannski fer ég líka ein í kvöld. Svo rúði ég eina rollu áðan (alltaf bara ein og ein hjá mér hehe) og það tók vel í. Er reyndar ansi löt við að vera inni og hanga í tölvunni enda svo hrikalega gott veður og þá á maður bara að vera úti. Annars stalst ég á vigtina í morgun og hún var mér bara hliðholl 91.4 sem er bara ágætt var reyndar með svoldin bjúg en þá verður hún bara minni næst talan. Þá eru 12.1 kg farið síðan 13 apríl er alveg bara þokkalega ánægð en maður vildi alltaf að það væri meira :þ Þá fer ég að nálgast markmiðið mitt en það var að missa 13 kg fyrir afmælið mitt sem er 9 okt. Kannski set ég mér bara ný markmið fyrir þann tíma sé til. Gangi ykkur áfram vel skvísur.

4 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Vá, 12,1 kg :D Þetta er ekkert smá frábærlega glæsilegt :D Mér finnst alltaf jafn sniðugt þegar þú ert að segja að þú hafir rúið eina rollu :D En ég veit alveg að það tekur á, hehe.

22. júní 2004 kl. 19:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegur árangur og gangi þér bara vel! :)

Kv. 75kg.

22. júní 2004 kl. 21:51  
Blogger gerrit sagði...

Frábær árangur 12.1 kg - það verða örugglega farin 20kg fyrir 9. okt :-)

22. júní 2004 kl. 21:54  
Blogger Hildur sagði...

Frábær árangur hjá þér Olla....Það er greinilegt að þú ert að gera eitthvað rétt :o)
Og greinilega spurning að endurskoða markmiðið....Gangi þér áfram jafn vel...

23. júní 2004 kl. 09:14  

Skrifa ummæli

aftur heim

|