21 júní 2004

sususu



Jæja jæja þar fór þessi helgi. Systir mín var að koma heim frá Svíþjóð og kom með nammi. Ég hef aldrei átt í neinum vandræðum með að sleppa namminu en í gær tók eitthvað völdin inn í mér og ég bókstaflega raðaði í mig namminu. Mér leið mjög illa bæði meðan ég var að því og eins eftir á, ekki beint samviskubit heldur kannski meira hræðsla við að verða aftur eins og ég var áður en ég breytti um lífstíl. Auðvita lýður mér svo illa í öllum liðum núna eftir þetta sukk og svo er ég kökkuð af bjúg. Ég ætla ekkert að gefast upp því fer fjarri en ég veit að þessi vika verður erfið og fer öll trúlega í afeitrun frá kolvetnunum. Börnin eru farin en ég ætla samt ekki að stíga á vigtina strax, nú verður þetta tekið með trompi og hreyfing sett í fyrirrúm. Gangi ykkur vel skvísur.

3 Tjáðu sig:

Blogger Hildur sagði...

Já við tökum þessa viku með trompi...Ekki spurning :o)

21. júní 2004 kl. 11:54  
Blogger gerrit sagði...

Það er þá bara að rísa á fætur aftur - ekki þýðir að gefast upp - viljinn sigrar að lokum

21. júní 2004 kl. 14:49  
Blogger Lilja sagði...

Hættu þessu samviskubiti, þú græðir ekkert á því nema að líða illa. Maður má sukka svona smá stundum, sérstaklega þegar maður fær svona gesti frá ÚGLÖNDUM :D Svo er bara sætta sig við að maður hafi kannski farið eitt lítið skref aftur á bak við þetta, en maður heldur svo bara áfram. Þú ert búin að vera hrikalega dugleg og ég held að það sé mjög óraunhæft að ætla sér ALDREI að borða nammi aftur. Þannig að njóttu bara nammisins sem þú fékkst núna og svo er bara að taka á því aftur :D

21. júní 2004 kl. 18:36  

Skrifa ummæli

aftur heim

|