24 júní 2004

Jæja



Jæja, jæja. Allt gengur sinn vanagang og ég tek lítil skref í át að bata frá átfíkninni minni. Hefur reyndar verið soldið erfitt núna því ég hef verið í afvötnun og einhvern veginn þá leyfi ég mér að hafa þetta erfitt, ef þið skiljið hvað ég er að meina? Kíkti á vinkonu mína vigtina í morgun hún var í ágætu skapi og sagði að stóri rassinn minn og allt hitt með vægi 91 kg slétt, alveg þokkalega ánægð með það vona bara að ég haldi áfram að þokast niður. Var að horfa á video í gær af mér síðan 2000 ohh ég var svo mjó að það var ekki einu sinni fyndið, þá hef ég verið svona 65-67 kg og mér fanst ég þá vera einsog hvalur. Man meira að segja þegar þessar myndir voru teknar þá var í skyrtu sem var soldið of stór á mig og mér fannst ég svo feit og asnaleg að ég vildi ekki láta taka af mér myndir. Í dag er ekki séns að ég komi þessari skyrtu utan um mig ábyggilega kem ég henni ekki einu sinni upp handleggina á mér, samt er ég eginlega ánægðari núna en þá. Veit líka núna að þetta er á niður leið og það kemur ALDREI aftur það sem er farið. Enda er ég ekki núna beint í megrun heldur bara að læra að fara með mat eins og heilbrigt fólk gerir, þyngdartapið er bara plús. Verð að segja ykkur frá því sem ég uppgvötaði í gær og þess vegna er ég að edita póstin smá. Sko ég hef verið svo veik fyrir því að borða á kvöldin en í gær fann ég alveg æðislega dægrastyttingu. Ég er byrjuð að vinna ullina af kindunum mínum og sat og kembdi í gær að gömlum sið og áður en ég vissi af þá var bara klukkan að nálgast miðnættið og tími komin í ból, þetta fannst mér alveg frábært og ég hafði ekki einu sinni staðið upp til að kíkja í ísskápinn (eins og ég geri oft, en stenst nú yfirleitt freistinguna) þannig í kvöld ætla ég að byrja að spinna og það verður nú ekki leiðinlegra. Jæja komið nóg af rausi heyrumst síðar.

5 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Mér finnst þetta hljóma svo kósí að kemba ull og spinna :D

En þetta gengur sko rosalega vel hjá þér og það er akkurat að læra að fara með mat sem maður þarf að gera. Þú verður nú bráðum komin undir 90 kg :D

24. júní 2004 kl. 14:08  
Blogger Ágústa sagði...

Alveg hreint brilljant hjá þér að sitja og spinna ull ;) Það liggur nú við að maður öfundi þig smá af sveitasælunni...sé þig alveg fyrir mér sitjandi í kotinu þínu við kertaljós og spinna ull eins og gert var í gamle dage :O) Gangi þér áfram svona vel- og ég er jafn sannfærð og Lilja um að áður en langt um líður þá verður þú komin undir 90 kílóin.

24. júní 2004 kl. 14:10  
Blogger Hildur sagði...

hahaha....frábært. Ég var einu sinni að föndra hjá tengdó og bjó til jólasvein sem ég þurfti skegg á, svo ég tók ull (reyndar í tvinna) og kemdi hana á gamla mátann og bjó til skegg á blessaðan jólasveininn. En hrikalega gaman að gera þetta og gleyma sér algjörlega. Frábært....Góða skemmtun við að spinna og tileinka þér nýjar matarvenjur....þú stendur þig eins og hetja ;o)

24. júní 2004 kl. 19:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú verður þú að senda mér svona ull góða!

Ég stalkera ísskápinn á kvöldin, það liggur við að ég biðji kallinn að kaupa hengilás á hann og láti hann passa lykilinn á kvöldin fyrir mig bara.

Bumbubollan!

24. júní 2004 kl. 22:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Rosalega gengur þetta vel hjá þér, þú ert þvílíkt dugleg, enda segir vigtin það og ekki lýgur hún! :)

Kv. 75kg

24. júní 2004 kl. 22:37  

Skrifa ummæli

aftur heim

|