20 júní 2004

Blogger tripp



Já bloggerinn virtist vera á trippi í gær, alla vega þurfti ég að stroka út margar færslur sem mér tókst ekki að pósta í gær en komu allar inn í morgun. En jæja komin á fullt aftur byrjaði daginn bara fínt, vaknaði klukkan rúmlega níu í morgun því við hjónin vorum búin að áætla að skella okkur ásamt vina hjónum í smá kæjaka ferð. Maðurinn minn er mikill kæjaka maður og hef ég verið svona að smitast smá saman af þeirri bakteríu. Þannig ég byrjaði daginn á hörkupúli. Reyndar var nú ekki mikið um söluskála þarna útí guðsgrænni náttúrunni þannig að við höfðum með okkur nesti, ég var með samlokur með kjúklingaskinku og grænmeti og borðaði tvær svoleiðis, kannski ekki alveg eftir matseðlinum en allt í lagi. Svo er ég að hugsa um að skella mér í göngutúr núna á eftir og labba svona sirka 4 km. Þarf að fara hér niður í sandhól svo kallað en þar erum við að heyja núna og ég ætla að skreppa þangað röltandi á eftir. Vona að það gangi jafn vel hjá ykkur hinum og já ég steig á vigtina hún tjáði mér að ég væri 91,9 kg ágætlega sátt við það meðað við svindl síðustu daga.

3 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Virkar þetta núna?

20. júní 2004 kl. 20:50  
Blogger Lilja sagði...

Vííí, sýnist það. En gaman að fara í kajakaferð, spennó :D Mikið öfunda ég ykkur sem nennið í göngutúra og hafið gaman af, mér finnst þetta svo hrikalega leiðinlegt :Þ

20. júní 2004 kl. 20:50  
Blogger Hildur sagði...

Það er einmitt búið að vera eitthvað bögg á blogginu í dag. Ég lenti í því sama og þú einmitt með að þurfa að stroka út helling af færslum.
En gaman að sjá 91 á vigitnni.....Alltaf gaman þegar maður sér nýja tölu ;o)

20. júní 2004 kl. 21:07  

Skrifa ummæli

aftur heim

|