05 júní 2004

Hvaða helvítis



Urr ég datt í það í gær alveg kolféll bara. Var í allt gærkvöld að raða upp borðum og dúka þau fyrir ferminguna hjá litla bróður mínum og svo þegar ég kem heim sé að karlinn hafði keypt sér snakk poka. Hann var farinn að sofa og snakkið bara lá þarna og ég byrjaði og át og át og át og svo þegar snakkið var næstum búið þá fór ég fann pitsu sem hafði verið í matinn og át eina sneið af henni arg og nú er ég ekki mjög glöð með sjálfa mig. Eina góða við þetta var að ég skolaði niður næstum 2 litrum af vatni með en veit ekki hvort það bjargar einhverju! Svo þegar ég steig á vigtina í morgun þá var ég náttúrulega eftir allt þetta át 94 helvítis. En jæja ég get svo sem ekki breytt því núna verð bara að passa mig. En þetta þýðir engar kökur og ekkert í fermingunni það er alveg á tæru!

Sé það hjá ykkur hinum að það rok gengur og ég er bara öfundsjúk því ég er hérna að gera þetta á hnefunum núna. Finn fyrir mikilli fíkn og lýður ekki sem best. Verð greinilega að fara að horfa í það hvað ég er að setja ofan í mig sem er að valda þessari fíkn hjá mér. Svo vil ég vera duglegri í að hreyfa mig en nenni ekki að labba með barnavagninn alltaf og það er búið að vera svo mikið að gera hjá karlinum að ég kemst ekki út nema með barnavagnin með mér og þá finnst mér ég ekki vera að fá nóg út úr hreyfingunni. Pirr og arg, en ég verð samt að gera eitthvað til að halda áfram því ég er ekki hálfnuð í brúðarkjólinn og það þýðir ekkert að stoppa núna.

2 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Soso, það er nú búið að ganga rosalega vel hjá þér, ég er alltaf að öfundast út í þig. Eitt fall á þessum tíma finnst mér sko ekki neitt agalegt. Þú ert nú ekkert að bæta á þig 10 kíló á einu bretti með því ;) Þetta verður enga stund að fara aftur.

5. júní 2004 kl. 19:32  
Blogger Hildur sagði...

Það er bara um að gera að velta þessu ekkert allt of mikið fyrir sér og halda áfram. Í gær var í gær og það kemur nýr dagur á morgun.
Gangi þér vel og ekki hafa áhyggjur af vigtinni. Þú ert að standa þig vel

6. júní 2004 kl. 15:19  

Skrifa ummæli

aftur heim

|