31 maí 2004

Kjúklingurinn


Jæja ég er bara búin að vera lasin. Með 40 stiga hita og sýkingu í munninum og hálsinum og alls staðar bara. Þannig að mest hef ég eitt deiginum í dag í rúminu. Passa samt að reyna að drekka mikið svo ég ofþorni ekki en það er nú ekki mikið sem fer ofaní mig af mat enda mjög sárt að borða. Ég er með svo mikin bjúg að ég er eins og ég sé tvöföld og svo er ég öll bólgin og öll úr skorðum gengin. Plús allt þetta þá er ég líka á blæðingum þannig að það gæti bara ekki verið meira að. Þetta þýðir að ég hef ekkert verið að stíga vigtina og ekki verið að mæla mig neitt og efast um að ég geri það á morgun heldur. Það er ekkert að marka þegar maður er uppfullur af bjúg og öll þanin og bólgin.

Er að vona að ég fari að hrista þetta af mér svo ég geti komist út að hreyfa mig. Finn það alveg þegar ég er svona föst inni að ég sakna þess að fara út og hreyfa mig. Orðin algjör íþróttafrík bara hehe. Vona að ykkur hinum gangi samt vel.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|