20 maí 2004

SLEÐAFERÐ


Ég er eins og sleði á fullu farti og virðist bara ekkert ætla að stoppa í bráð. Steig á vigtina í morgun eins og vanalega og var 95,7 þori varla að hugsa til þess að einn daginn gæti ég staðið í stað. Reiknaði það út í morgun að ég þurfi að missa rétt rúma 2 metra til að verða eins og ég vil í laginu og samkvæmt því þá er ég búin að missa rúmlega 1/4 af því aðeins á fimm vikum, ótrúlegt alveg.
Mig langar svo til að þakka ykkur elskurnar fyrir allt peppið, þessar heimasíður og kommentin eru bara eins og OA fundir, frábært að geta farið á fund heima hjá sér í afslöppun Laugh. Ég verð ánægðari með sjálfa mig með hverjum deginum sem líður og ég vil meina að án ykkar væri ég búin að gefast upp, það er nefnilega ótrúlegt hvað smá lítil hvatning getur fleytt manni langt.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|