SLEÐAFERÐ
Ég er eins og sleði á fullu farti og virðist bara ekkert ætla að stoppa í bráð. Steig á vigtina í morgun eins og vanalega og var 95,7 þori varla að hugsa til þess að einn daginn gæti ég staðið í stað. Reiknaði það út í morgun að ég þurfi að missa rétt rúma 2 metra til að verða eins og ég vil í laginu og samkvæmt því þá er ég búin að missa rúmlega 1/4 af því aðeins á fimm vikum, ótrúlegt alveg.
Mig langar svo til að þakka ykkur elskurnar fyrir allt peppið, þessar heimasíður og kommentin eru bara eins og OA fundir, frábært að geta farið á fund heima hjá sér í afslöppun
