19 maí 2004

HAMINGJAN Í FYRIR RÚMI


Yndislegt alveg. Ég held áfram að léttast og var 96,0 í morgun frábært þá er allur sukk-bjúgurinn farinn af mér. Þyrfti bara að hreyfa mig meira en er hálf hreyfihömluð hérna heima núna því Arndís mín er lasin og ég get því ekki sett hana út í vagn og tekið hana með mér. Er alvarlega farin að þrá að komast í góðan göngutúr.

Annars er ég ennþá í skýunum eftir gærdaginn og vona bara heitt að þetta haldi áfram. Fór í vigtun í gær til Kristínar og kom vel þar út líka. Hitti þar konu sem ég kannast við og hún segir mér að hún sé búin að missa 12 kg síðan í janúar ég óska henni til hamingju og hvet hana áfram á góðri braut og segi henni síðan hvað ég var búin að missa síðan 13 apríl. Þá segir hún við mig "já þú ferð trúlega að stoppa núna og standa í stað, og þá gefstu nú örugglega upp!" Það var eins og hún hafði slegið mig í andlitið ég var svo hneiksluð. ÉG var búin að hvetja hana áfram og hrósa henni fyrir frábæran árangur og svo gat hún ekki samglaðst með mér þegar ég sagði henni frá mínum árangri. Ég sagði nú bara við hana að ég ætlaði mér ekkert að gefast neitt upp þó að það kæmu erfið tímabil ég væri nú bara einfaldlega ekki sú týpa. Bað hana bara svo vel að lifa.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|