03 maí 2004

ALLT ER GOTT


Jæja allt er gott og allt gengur sem best. Steig á vigtina í morgun og viti menn vigtin var bara góð við mig! Búin að rjúfa þriggjastafamúrinn og er ég því núna 99 kíló. Ferlega ánægð með þetta allt saman. Greinilega allar ferðirnar útí fjárhús sem eru að borga sig, enda er ég búin að fara ansi oft. Ein rollan er borin og var hún tvílembd og komu tvær gimbrar sem hafa fengið nöfnin Sigga og Svört.
Sveinn horfði á mig í gær og ég segi eitthvað svona hvað ertu að glápa á mig og hann segir "ég er bara að dáðst að þér" nú segi ég af hverju, "jú af því að þú ert svo dugleg í megrununni" ég held svei mér þá að ég hafi bara roðnað af gleði. Svo sagði hann líka að hann væri farinn að sjá mun, að maginn væri að minka svo mikið á mér, ég var ekkert smá ánægð með það enda er gaman þegar mans nánustu sjá að það gengur vel hjá manni. Enda er fólk farið að segja að ég sé að standa mig vel og það sé farið að sjá mun, þetta allt hvetur mann áfram á góðri braut. Ég er búin að fá mér svona matarblað og nú ætla ég að skrifa allt niður þar sem ég borða. Ég er búin að ákveða það að eftir 10 kg þá ætla ég að fara að synda, ég þori ekki fyrr enda er ég svo rauð og slitin alls staðar, en nú ætla ég að fara þurrbursta húðina og þá er vonandi að slitin dragi sig saman og húðin líka.

Jæja vona að þetta verði jafn góður dagur og allir hinir á þessum tæpum þrem vikum. 4,5 kg farið yessssss.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|