04 maí 2004

TÖFRASTUND


Jæja í dag er þriðjudagur og því var málbandið tekið upp og allir keppirnir mældir. Ég var svakalega sátt, ég var 98,7 á vigtinni og 11,5 cm og 2,3 kg farinn á milli vika. Þannig allt í allt eru farnir 39,5 sentimetri og 4,8 kg gerir aðrir betur. Þannig málin hljóma þannig.

Magi: 127 (er reyndar á túr því meira þaninn en því fleiri verða farnir næst)
Rass: 122
Læri: 70,5
Mitti:103
Brjóst: 119
upphandleggir: 36,5

Mest farið af lærunum, brjóstunum og mittinu ansi gott. Vonandi heldur þetta bara svona áfram þannig að einn daginn þá verði í 90, 60, 90 eins og flottu kerlunar. Gaman líka að sjá vigtina fara áfram niður, eins gott að ég standi ekki í stað því ég er svo vön að sjá hana hrapa niður við hverja vigtun, en ég geri bara eins og alkarnir ég tek einn dag í einu.
Fékk ég gær frábæra uppskrift af engifer-sítrónu djús, ég hef svo sem oft drukkið engiferte en alltaf fundist það vont en þetta finnst mér alveg þræl gott svo hjálpar þetta mér mikið með liðverkina og annað því engiferin er svo bólgueyðandi. Alla vega læt uppskriftina fljóta hér með svo þið getið prófað þetta sjálfar.
2 l vatn
c.a. 8 cm engiferrót
1 sítróna.

Engiferrótin er afhýdd og skorin niður í þunnar sneiðar, sett í pott ásamt 2 l af vatni. Sítrónubörkurinn rifin ofan í og allt látið sjóða á lágum hita í u.þ.b klukkutíma. Potturinn þá tekin af hitanum og látinn standa yfir nótt. Sítrónusafinn er kreistur úr sítrónunni yfir (eftir nóttina) og svo seiðið sigtað. Svo láta seiðið í 2l gos flösku og geymt í kæli. Djúsið blandað svo svona sirka 50/50 með vatni, ég geri það bara í hvert glas fyrir sig.

Alla vega rennur vatnið mun betur af mér þegar ég drekk þetta og það eru engar hitaeiningar í þessu svo allir mættu drekka þetta.

1 Tjáðu sig:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Líst vel á þessa uppskrift af engifertei! Prófa það, er sjálf í átaki :)

28. maí 2008 kl. 15:10  

Skrifa ummæli

aftur heim

|