30 júní 2004

Ekki druknuð í mjólkurkexi



Hæ görlís, neibb ég er sko ekki að éta mjólkurkex, bara búið að vera brjálað að gera hjá mér. Búin að standa mig bara þokkalega, en virðist samt ekki ná vigtinni neðar en 90,8 en ég bjóst svo sem við því að ég þyrfti á einhverjum tímapunkti standa í stað. Reyndar var ég að byrja á blæðingum svo ég er útblásinn og uppþembd og full af vökva. Er að fá næsta holl af börnum á morgun þannig að þá má alveg búast við færri póstum, þau verða í 4-5 vikur og svo er ég komin í sumarfrí júhú. En ég er sem sagt bara að standa mig fullkomlega, þamba vatn og allt í gúddí. :)

4 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Það er nú gott að þú ert ekki að missa þig í mjólkurkexinu, hahaha. En já, vertu bara þolinmóð, þú ert að gera allt rétt svo þetta kemur allt saman ;)

30. júní 2004 kl. 13:03  
Blogger Hildur sagði...

HAHAHAHA....druknuð í mjólkurkexinu :o)
Gangi þér vel með krakkana. Gott að heyra að þér gengur svona vel. Vigtin á eftir að taka stórt stökk niður á við, ég er viss um það.

30. júní 2004 kl. 13:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott að vita af því ;) ég var farin að hafa miklar áhyggjur hehehe

30. júní 2004 kl. 16:24  
Blogger gerrit sagði...

Haha - þú hefur örugglega verið á flótta undan mjólkurkexinu :-) en maður saknar þess ef ekki sjást póstar á hverjum degi - maður er alltaf háður einhverju!! :-)

1. júlí 2004 kl. 00:02  

Skrifa ummæli

aftur heim

|