20 ágúst 2004

Dúllurnar mínar.

Ohh stelpur það var svo gaman í gær, ég er enn að þurka tárin eftir alla hláturkrampana. Þið voruð hreint út sagt yndislegar. Svona hittingur gefur manni sko mikið í baráttunni, því maður hugsar ósjálfrátt til ykkar þegar maður ætlar að laumast í eitthvað gott og hugsar "nei ég ætla að verða svona sæt eins og hinar stelpurnar". Annars er nú allt það sama hjá mér, nú er ég bara að fara að undirbúa mig fyrir skólann og get ekki annað sagt en ég hafi soldinn kvíðahnút í maganum, maður er nottla að koma úr geðveikt vernduðu umhverfi, búin að vera heima í 2 ár, en ég er samt ákveðin að láta þetta takast hjá mér. Ó já gleymdi að segja ykkur að ég steig á vikt(oríuna) mína í morgun og ferðalaga kílóið er farið af mér, hún sagði mér að ég væri nú 88 kg sem er ekkert slæmt svo sem en ég stefni nú lægra sko. En þá eru allt í allt farin 15,5 kg síðan 13 apríl, nú er bara að taka þetta með trompi í vetur og vera extra dugleg í mataræðinu. En jæja þetta dugir ekki maður verður að fara út að gera eitthvað, sé ykkur vonandi fljótlega, bæó.

P.s. Ég setti inn haloscan kommentakerfi, þið farið bara inn í álit og þar getið þið valið um að kommenta annað hvort með blogger (í post comment) eða með haloscan í tjáðu þig.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|