29 maí 2004

Held áfram


Jæja var 93,9 í morgun á vigtinni, nokkuð gott bara. Ekki eins mikil hreifing núna og hefur verið síðustu daga því í gær fór ég til höfuðborgarinnar í þeim eina tilgangi að láta rífa úr mér tvær tennur. Það var ÓGEÐSLEGA vont. Svo nú sit ég hér heima og má ekkert gera því ég er öll út sömuð í kjaftinum Sadly I Can't. En ég er nú að vona að þetta skáni eitthvað því það er von á mörgu fólki hér í sveitina um helgina og ábyggilega fylgir því fullt af fjöri.

Borða voða lítið enda ekki gott að borða með sauma í munninum en reyni samt að drekka nóg af vökva og svona. Var samt eitthvað döpur þegar ég vaknaði í morgun og fannst þetta eitthvað ekki vera þess virði. Finnst þetta ganga allt of hægt og ég sé svo svakalega feit að það þurfi svo mikið að fara til þess að sé hægt að sjá einhvern árangur. Svo hef ég ekki keypt mér föt í mörg ár og því get ég ekki séð á fötunum mínum árangur eða þið vitið ég hef engar buxur sem ég passaði í fyrra eða eitthvað til að fara í. Þær buxur sem ég á eru bara allar í 32-40 og ég á LANGT í það að passa í þær enda eru þær bara í poka inní geymslu. Svo ég er bara hálf vængbrotin eitthvað núna.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|