12 september 2004

O MY GOD

Get ekki sagt annað. Ég vissi sko ekkert hvað ég var að fara út í með þessu námi mínu, en guð minn góður, þvílíkt vinnuálag. Ég er aldrei búin fyrr en klukan 4 í skólanum og einn dag er ég búin klukkan hálf sex!!! Það er þvílík keyrsla á náminu að maður þarf sko að vera vel undirbúin ef maður á að ná að fylgja kennaranum eftir í tímum, og heimavinnan, júff. En, en þetta er ólýsanlega skemmtilegt. Því miður hef ég bara ekki tíma fyrir allt og einhvern veginn verður það nú alltaf þannig hjá manni að þegar maður hefur mikið að gera þá mætir líkamsræktin alltaf afgangi. Ég hef nú ekkert verið að standa mig neitt voðalega vel, borðað jafnvel nammi og annað sem manneskja í mínum holdum ætti ekki einu sinni að lýta á hvað þá að setja ofan í sig, en ég hreyfi mig mikið meira en ég er vön því ég labba svo mikið í skólanum því kenslan fer fram í mismunandi húsum út um alla Hvanneyrina. En ég er sko eingan veginn búin að gefast upp og hef nú einn einu sinni sagt vambarpúkanum stríð á hendur og nú verður allt sett í botn. Veit nú reyndar ekki hversu mikið af þeirri baráttu lendir hér á þessari síðu vegn gífurlegs tímaskorts. En vonandi hef ég nú vit á því mín vegna að skrifa og skrá hvað ég set ofan í mig þó svo það verði ekki hér bara krassa það einhvern staðar á blað hjá mér.
En sem sagt þá vitið þið það, ég er ekki dauð og kannski ekki heldur mikið léttari en ég berst áfram sem aldrei fyrr og ég vona að þið bara umberið mig þó svo að það verði kannski æði strjálar færslunar hérna inni. Segi þetta svo gott í bili Smiley Shell

6 Tjáðu sig:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það væri eitthvað að ef háskólanám væri létt :) Þetta er sérstaklega mikil viðbrigði fyrst í stað... svo venst maður þessu eins og öllu öðru ;)

Ég vona samt að þú hafir tíma til að blogga smá og auðvitað hefur þú tíma fyrir að borða hollt :)

kv. eg_get

12. september 2004 kl. 19:42  
Blogger Lilja sagði...

Glætan spætan að ég fari eitthvað að hætta að kíkja á síðuna þína. Já, það er strembið að vera í námi, en þetta er nú allt hægt ;)

12. september 2004 kl. 20:23  
Blogger gerrit sagði...

Velkomin í hóp stúderandi átakskvenna - þetta er púl en samt voða skemmtilegt... ég er stundum alveg að fara á taugum en ætla ekki að gefast upp.
Ég plana nú líka enn betur matarprógrammið mitt -

13. september 2004 kl. 12:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ætlar þú að vera fitubolla forever??? Hvernig væri að taka sig á!!!

24. september 2004 kl. 19:01  
Blogger Ólöf María sagði...

Til aðilans sem póstaði síðasta komment: Ef þú ætlar að vera með dónaskap á minni eigin síðu vertu þá í það minsta svo háttvís að gera það undir nafni. Ég lýð engum að vera með ókurteisi við mig á mínu heimasvæði og hana nú! Og hvernig hef ég getað lést um 18 kg á aðeins 5 mánðum ef ég væri ekki með sjálfsagan í lagi? Horfðu í eigin barm áður en þú plaffar á náungan!!! Og eitt heilræði að lokum, aðgát skal höfð í nærveru sálar!

24. september 2004 kl. 20:13  
Blogger Lilja sagði...

Gott svar hjá þér Olla. Þetta er nú meiri huglausi auminginn.

25. september 2004 kl. 15:37  

Skrifa ummæli

aftur heim

|