25 nóvember 2004

Sjaldséðnir Hvítir

Hæ hæ (þ.e. ef einhver nennir að koma inn á þessa síðu lengur ) Bara láta vita að ég er lifandi!!! Samt varla. Er að ganga rosalega vel í skólanum en er að fara með heilsuna á þessu öllu! Ég er nefnilega með álagskjúkdóm og hann er að gera mér lífið leitt þessa dagana, sennilega vegna þess að það styttist óðum í próf. Gengur svo sem ekkert of vel í átakinu, enda er ég ekki lengur í átaki er bara að passa að þyngjast ekki. Læknirinn minn sagði að ég mætti ekki ofbjóða líkamanum mínum á þessum tímapunkti og er því bara á viðhaldsfæði sem gengur rosavel hef ekki þyngst um gramm en er svo sem ekkert að léttast agalega heldur :o( En ég hugsa bara sem svo að ég er núna að sinna náminu og meðan ég er ekki að þyngjast og ofbjóða líkamanum þá verður bara megrunin að bíða. En mér finnst svo frábært að sjá ykkur allar, og lesa um hvað þið eruð að standa ykkur vel, þið eruð nú meiri hetjurnar!! Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Sé ykkur vonandi fljótlega ;o)

4 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Mikið er ofboðslega, æðislega gaman að heyra aftur í þér. Það er örugglega abra fínt hjá þér að vera á viðhaldsfæði núna meðan allt þetta álag er á þér, sérstaklega þegar þú ert með álagssjúkdóm. Það má ekki ofgera sér. Það er líka afrek að halda þyngdinni svo mér finnst þú bara vera svakalega dugleg :D Vonandi heyrir maður frá þér fljótlega aftur ;)

26. nóvember 2004 kl. 17:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ elskan, ég fylgist alltaf með þér og gott að sjá að þú sért enn á lífi. Það er ekkert grín að vera í fullu námi og með 2 börn, allavega finnst mér mitt 70% með 1 alveg nóg. :)
Passaðu nú vel upp á þig og gangi þér vel í prófunum.
Hlýjar hugsanir að norðan.
þín vinkona
Kristrún

26. nóvember 2004 kl. 22:03  
Blogger Ólöf María sagði...

Æi takk elskurnar mínar! Mikið hvað ég hef saknað ykkar. Þið virðist alltaf til staðar þegar mann vantar hvatningu. Megi þið allar feta mjóa vegin til heilbrigðis, sjáumst svo vonandi fljótlega ;)

27. nóvember 2004 kl. 16:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ og gaman að sjá eitthvað frá þér... frábært að þér gangi vel í skólanum... vonandi bloggaru meira fljótlega... amk einu sinni í mánuði ;)
kv, eg_get

29. nóvember 2004 kl. 10:31  

Skrifa ummæli

aftur heim

|