26 september 2004

Jæja jæja

Fyrirgefið elsku stelpur hvað það hefur liðið langur tími frá síðasta pósti. Alltaf sami hraðinn á skólanum hjá mér, en ég er að verða skipulagðari sjálf og því er þetta farið að renna betur hjá mér. Ég hef nú ekki verið að standa mig neitt vel, en nú verður gerð breyting þar á ég og maðurinn minn undirrituðum samning okkar á milli sem hljóðaði upp á átak af okkar beggja hálfu. Hann ætlar að þyngja sig um 5 kg og ég ætla að létta mig um 8 kg og á þetta að nást fyrir jól. Ef þetta tekst hjá okkur þá ætlum við að verðlauna okkur með dekri í bláalóninu. Við ætlum að fara í þetta saman og styðja hvort annað, það er nefnilega ekkert ólíkt að þyngja sig og létta, bæði krefst breyts mataræðis og aga og líkamsæfinga. Við ætlum að gera vikuáætlun og setja þar inn allt mataræði og svo þær æfingar og þann tíma sem við ætlum okkur að gera æfingarnar á. Ég ætla að halda mig við hjólið og hjóla á því 3 í viku í 20 mín. í senn. Hann ætlar að lyfta en hefur ekki ákveðið tíman fyrir það. Bæði getum við stundað heima með börnunum þannig að við erum ekki að vanrækja þau. Þetta er verðugt verkefni og gaman að sjá hvernig þetta fyrirkomulag reynist okkur hjónaleysum. Svo er bara að setja allt í botn og skrúfa góða skapið upp og þá gengur þetta svo vel fyrir sig.
En jæja ætla að láta þetta gott heita í bili, en ætla að reyna í framtíðinni að pósta alla vega einu sinni í viku en samt helst oftar c",)
Bless í bili

4 Tjáðu sig:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott hjá ykkur að vera með svona markmið. Algerlega nauðsynlegt. ;-)

Stórakonan

27. september 2004 kl. 12:48  
Blogger Lilja sagði...

Líst vel á þetta hjá ykkur.

27. september 2004 kl. 13:55  
Blogger gerrit sagði...

Frábært þegar hjón eru svona samstíga :-) til lukku

27. september 2004 kl. 16:29  
Blogger Lilja sagði...

Saknisaknisakn, farðu nú að skrifa meira. Langar að heyra frá þér sæta ;)

16. október 2004 kl. 13:27  

Skrifa ummæli

aftur heim

|