14 júní 2004

Svo sem ekki margt...



Jæja hef svo sem ekki margt að segja ykkur. Hef ekkert stigið á vigtina og reyni bara sem mest að halda mataræðinu í lagi, og það hefur alveg tekist. Búin að fá sumarbörnin mín til mín þannig að núna næstu tvær vikurnar verður kannski færslunar eitthvað færri. Kemur í staðin að ég hreyfi mig mun meira því ég er mikið úti með börnunum sem er auðvita hið besta mál. Annars eru þið allar að standa ykkur svo hrikalega vel að maður hefur bara aldrei séð annað eins, við rokkum feitt en bráðum rokkum við mjótt! U

4 Tjáðu sig:

Blogger Lilja sagði...

Hvaða sumarbörn eru þetta sem þú ert að tala um?

14. júní 2004 kl. 16:20  
Blogger Ólöf María sagði...

Við hjónin erum vistforeldrar í sveit. Við tökum börn frá félagsmálastofnun Reykjavíkur og svo börn í gegnum bændasamtökin. Við tökum alltaf tvö í einu svo núna á ég fjögur börn :oþ

14. júní 2004 kl. 18:01  
Blogger Lilja sagði...

En frábært hjá ykkur. Hvað eru þessir ungar gamlir?

14. júní 2004 kl. 19:35  
Blogger Ólöf María sagði...

Núna eru hjá okkur 6 (bráðum 7) ára strákur og 8 ára stelpa. Annars eru þau svona frá (eða við tökum frá) 4 til 11 ára.

15. júní 2004 kl. 10:53  

Skrifa ummæli

aftur heim

|